Sparkvöll með gervigrasi við Vesturbæjarskóla

Sparkvöll með gervigrasi við Vesturbæjarskóla

Setja almennilegan sparkvöll eins og er í Melaskóla. í dag eru krakkarnir að spila á afgirtri götu þar sem götuljós og annað tilheyrandi er fyrir og skapar slysahættu. Einnig eru krakkarnir ítrekað að detta og meiða sig. Finnst kominn tími á að þarna verði settur upp sómasamlegur sparkvöllur með gervigrasi.

Points

Mikið er sparkað og spilað í fótbolta við Vesturbæjarskóla en aðstaðan er vægast sagt hættuleg, ef ekki ólögleg. Bæði er mikil slysahætta af ljósastaurum og malbiki og væri það sómi að sjá að þarna yrði byggður þó ekki nema einn sparkvöllur sambærilegur þeim sem eru við Melaskóla.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem verkefnið sem um ræðir í hugmyndinni er í öðru ferli innan borgarkerfisins og því ekki hægt að kjósa um það að svo stöddu. Hugmyndinni verður vísað sem ábendingu inn í það ferli. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Enginn sparkvöllur er í gamla Vesturbænum. Sárvantar fyrir hressa krakka á öllum aldri.

Vill einnig benda á að umferð um Ásvallagötu Bræðraborgarstíg, Sólvalla- og Hávallagötu hefur margfaldast og er stundum algerlega úr kortinu þegar bílar stífla enda Ásvallagötu. Gatnakerfið í kringum skólan var gott eins og það var þar sem hægt var að keyra að skólanum á 2 vegu og svo tæmdist umferðin út Bræðraborgarstíg og inn á hringbraut. að loka þessari götu endanlega væri fatalt.

Umhverfi hefur mikil áhrif á félagslega hegðun, og þarf að hugsa vel hvort útileiksvæði stuðli að jákvæðri hegðun leiðtoganna í hópnum. Tillagan gengur að því vísu að fótbolti sé góður í sjálfu sér. Kannski, en ekki sjálfgefið. Sonur minn talar um að í fótbolta styrki vinsælu strákarnir eigin félagslega stöðu á kostnað annarra. Dóttur minni dettur ekki í hug að taka þátt. Ég er ekki endilega á móti gervigrasvelli, en vil sjá sterkari uppeldisfræðileg rök heldur en „aðrir skólar eru með svona“.

Mjög auðvelt er að svona sparkvöllur, sem er með öruggu undirlagi til að forðast að krakkar meiði sig, geti verið nýttur í annað. Sérstaklega þegar frístund er og eftir skóla. Þetta snýst ekki bara um fáeinar frímínútur.

Svona völlur tekur mikið pláss sem ég tel betur varið í annað eins og t.d. óræðin skapandi svæði, þrautabrautir af ýmsu tagi. betri aðstöðu fyrir pógó, litla brekku sem mætti rúlla eða renna sér í þegar snjóar. Einnig mætti setja inn hólavelli sem lagðir eru CE vottuðu lagi. Peningum sem fara í upphitaðan fótboltavöll væri betur varið í að hita upp alla skólalóðina þannig að allir njóti góðs af sama hvaða leik þeir kjósa sér. kannski líka útikennslusvæði.

Ég myndi ekki vilja sjá svona stóran hluta af pínulítilli skólalóð tekinn undir eina íþrótt nema að það væri algerlega á hreinu, og stutt með einhvers konar rannsókn/könnun meðal nemenda og fagfólks, að sparkvöllur muni mæta betur þörfum þeirra en annars konar leiksvæði. Fótbolti er fínn, en það eru líka annars konar íþróttir og hreyfing sem e.t.v. nýta svæðið betur.

Það er örplast í gervigrasi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information