Alvöru gangbrautir við verslunarhverfi Granda

Alvöru gangbrautir við verslunarhverfi Granda

Verslunarhverfi við Fiskislóð (Bónus, Ellingsen, Lyf og Heilsa, Íslandsbanki, Krónan og.fl.) virðist einungis vera hannað fyrir bíla. Samt ætti að vera hægt að kalla þessar búðir “hverfisbúðir” Vesturbæjar og vera vel aðgengilegt fyrir alla. Þar gjörvantar alvöru gangbrautir (fleirtala), sérstaklega á milli Bónuss og Ellingsenhússins/Nettó. Hér er fólk daglega að taka mikla áhættu með því að hlaupa yfir götuna, haldandi í von sitt um að verða ekki keyrt niður. Að leyfa barninu sínu að labba/hjóla í t.d. Elko tel ég algjörlega útilokað eins og er í dag. Alvöru gangbraut á við um alvöru gangbraut, þ.a.s. sebralínur í götunni ásamt viðeigandi skylti. Hraðahindrun eða “lækkun á svæði við gönguleið” teljast ekki sem alvöru gangbrautir. Bæta þarf öryggi fyrir gangandi og hjólandi.

Points

Frábær hugmynd, þróun á Grandanum almennt góð en bæta þarf aðgengi um allt svæðið með tilliti til breyttra nota.

Bæta aðgengni og öryggi

Hugmynd þessi var metin tæk af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fór í framhaldi fyrir hverfisráð. Lokaniðurstaðan er sú að þessi hugmynd er ein af þeim 25 sem kosið verður um í haust 2018 í þínu hverfi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Góð hugmynd að bæta aðgengi og öryggi á þessu svæði fyrir alla þá sem eiga þar leið um.

Gera skýrari gangbrautir og þrífa stígana ótrúlegt drasl á þeim alltaf, mun hreinna þegar komið er út á Seltjarnarnes, held að gangbrautin verði að vera nær Krónunni, vont að hafa gangbraut þegar fólk er rétt komið út úr hringtorginu og inn i beygjuna

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information