Heimavöllur Fjölnis við Egilshöll

Heimavöllur Fjölnis við Egilshöll

Færa heimavöll knattspyrnudeildar frá Dalhúsum að Egilshöll. Þar er hjarta Fjölnis. Tilvalið væri að byggja leikvang ofan á fyrirhuguðu bílasæðahúsi. Nánast öll starfsemi félagsins á einum stað og framtíðaruppbygging félagsins ætti að miðast við eitt svæði. Auðveldar samgöngu og skipulagsmál hverfisins til muna allt árið. Glórulaust að henda pening í nýja yfirbyggða stúku við Dalhús þegar það væri hægt að nýta skjól frá húsum Egilshallar og setja upp stúku þar sem lokað væri á veður og vind. Einstakt tækifæri til þess að búa til alvöru leikvang sem væri mikið framfæraskref fyrir flesta hlutaðeigandi.

Points

Iðkendur og foreldrar barna í Grafarvogi eru að stærstu hluta ársins að sækja þjónustu í Egilshöll nú þegar. Fjölnir þarf að eignast alvöru leikvang til knattspyrnuiðkunar með yfirbyggðri stúku. Af hverju er ekki eðlilegra að byggja upp framtíðaraðstöðu þar sem hjarta félagsins slær. Samgöngur yrðu hnitmiðaðar við Egilshöllina og knattspyrnan væri öll á einum stað með félagsaðstöðu og klefum og vígi Grafarvogs yrði loksins til fyrir alla. Gríðarlegur sparnaður og félagið ætti eitt heimili.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem ekki er um að ræða eiginlegt nýframkvæmda- eða viðhaldsverkefni. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Svæðið hjá Egilshöll er öllu opnara fyrir veðri og vindum heldur en svæðið þar sem núverandi völlur er. Hvers vegna ekki að mynda enn meira skjól en þar er nú þegar með því að reisa stúku? Það er fráleitt að ætla að byggja leikvang OFAN á bílastæðahúsi og það eitt að hafa bílastæðahús undir vellinum gerir að verkum að völlurinn mun liggja enn hærra en t.d. gervigrasvöllurinn liggur sem myndi kalla á enn stærri og meiri stúku til að geta verndað völlinn fyrir veðri og vindum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information