Útivistarsvæði á Geldingarnesi

Útivistarsvæði á Geldingarnesi

Byggja upp útivistarsvæði á Geldinganesi með upplýstum göngustígum , hjólastígum , fjallahjólabrautum ,skógrækt, bryggjum til að veiða ,sjósundsaðstöðu og margt fleira

Points

Inn í margt annað gæti verið t.d hundagerði ,þetta svæði er í dag framtíðar byggingaland Reykjavíkurborgar sem mér finnst miður

Þarna er opið svæði sem ákjósanlegt væri að nota sem útivistarsvæði! Þetta er stórt svæði sem er skráð í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar sem opið svæði. Geldinganesið getur rúmað ansi margt sem við viljum gera í okkar frístundum, ásamt því að vera með hundagerði þar sem lausagang væri leyfð.

Vil helst að Geldinganesið fái að njóta sín óspillt og óskipulagt.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018. Skipulagsferill þessa verkefnis er of langur fyrir tímaramma verkefnisins Hverfið mitt. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi aðila. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Þetta er eitt af fáum almennilegum viðurkenndum lausagöngusvæðum fyrir hunda á höfuðborgarsvæðinu. Ef það á að fjúka fyrir útirvistasvæði fyrir aðra get ég ekki kosið með því. Ekki nema hægt væri að girða af mjög stóran part sem ætlaður er hundum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information