Gangbraut á Hofsvallagötu

Gangbraut á Hofsvallagötu

Það er mikil gangandi umferð yfir Hofsvallagötu á móts við Melhaga. Börnin koma daglega úr Melaskóla og Hagaskóla í sund í Vesturbæjarlaugina, ásamt fleirum. Það er ótrúlegt hvað umferðin getur verið hröð þarna. Gatan er breið og gangandi eiga oft fótum sínum fjör að launa til að komast heilir yfir. Það er ósköp einfalt að segja að það sé gangbraut á næsta götuhorni, þ.e. við Hagamel, en staðreyndin er bara sú að fólk leggur ekki á sig þann krók og fer beint yfir. Það eru gangbrautir ofar á Hofsvallagötunni með stuttu millibili og virðist ganga þar, ætti líka að geta gengið þarna.

Points

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem þetta verkefni er nú þegar á framkvæmdaáætlun.   Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi! Aukaathugasemd: Þessi hugmynd var kosin í gegnum hverfið mitt 2017 og var framkvæmd sumarið 2018. Sjá eftirfarandi pdf skjal: https://s3-eu-west-1.amazonaws.com/oav-direct-assets/hverfid_mitt_2016/moreProjectInformation_10397.pdf

Já það mætti líka setja upp nokkrar hraðahindranir á Hofsvallagötu. Þarna er ekkert sem hægir á umferð og undantekning ef ökumenn sýna gangandi vegfarendum tillit.

Þessi hugmynd kom upp í fyrra og hlaut brautargengi: https://reykjavik.is/framkvaemdasjain/hverfid-mitt-vesturbaer-framkvaemdir-2018 Setja á niður miðeyju og lækka gangstéttarbrúnirnar. Betur færi að fara þá leið sem fara á með gangbrautirnar yfir á Hagatorgið: Gera upphækkaðar gönguleiðir með grófu yfirborði til að tempra umferðarhraða.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information