Körfuboltaleikvöllur í Selásinn

Körfuboltaleikvöllur í Selásinn

Fá Sport court körfuboltavöll með góðu undirlagi, góðum körfum og lýsingu í Selásinn. Svona völlur hefur verið settur upp í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Sauðárkróki og Reykjanesbæ við góðar undirtektir. Staðsetning gæti verið annað hvort við Selásskóla eða á ónýta og ónýtta leiksvæðinu á milli Malarás og Fjarðarás. Körfubolti er holl og skemmtileg hreyfing fyrir fólk á öllum aldri sem hægt er stunda einn/ein eða í hópi og myndi þetta koma með fleiri valmöguleika á svæðinu til að hreyfa sig og hafa gaman. Aðstaðan til að stunda íþróttina í hverfinu er ekki boðleg og tími til að breyta því. Enginn hefur gaman að spila á skakka, netlausa, staka körfu á lélegu undirlagi. Hver veit nema næsti Michael Jordan leynist í Árbænum.

Points

Hugmynd þessi var metin tæk af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fór í framhaldi fyrir hverfisráð. Lokaniðurstaðan er sú að þessi hugmynd er ein af þeim 25 sem kosið verður um í haust 2018 í þínu hverfi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

http://www.visir.is/g/2015150919564/nystarlegur-vollur-vid-smaraskola-storbaetir-adstodu

Þetta segir nú allt sem segja þarf: ,,Körfubolti er holl og skemmtileg hreyfing fyrir fólk á öllum aldri sem hægt er stunda einn/ein eða í hópi og myndi þetta koma með fleiri valmöguleika á svæðinu til að hreyfa sig ..." - Fjölskyldan getur leikið sér saman, stórir sem smáir - Útivera ( í stað tölvuleikja) - Fjölbreyttara val á íþróttagreinum - Körfubolti styður við aðrar íþróttir - Upplagt að nýta betur svæðið milli Fjarðaráss og Malaráss

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information