Körfuboltakörfur við Foldaskóla

Körfuboltakörfur við Foldaskóla

Víða í Grafarvogi má finna frábæra körfubolta aðstöðu. Það virðist þó alveg hafa gleymst að við Foldabúar spilum líka, og æfum, körfubolta. Á leikvelli við Frostafold er ein karfa í niðurníðslu, en áður voru þær tvær og mikið notaðar af krökkunum í hverfinu. Við Foldaskóla er sömuleiðis ein karfa, sem er alltof há fyrir yngstu krakkana. Ég myndi gjarnan vilja sjá nokkrar körfur til viðbóttar settar upp á þeim velli. Til dæmis svipaða uppsetningu og er við Hamraskóla eða Rimaskóla, en þar er körfubolta aðstaðan til mikillar fyrirmyndar.

Points

Börnin okkar ættu ekki að þurfa að leita út fyrir Foldahverfið til að geta spilað körfubolta.

Mer finnst það mætti jafnvel bæta við kõrfuboltavelli á fannafoldar rolo, þessi sem er næstum i bakgarðinum hja Leikskolanum Frosta. það eru fjolmargir krakka a ollum aldri i kringum okkur sem hafa mikin ahuga a korfubolta. :)

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin var metin tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2018. Einungis er hægt að stilla 25 tækum hugmyndum upp til kosninga á hverju ári. Hverfisráð fór yfir tækar hugmyndir og þessi hugmynd rataði því miður ekki í uppstillingu þetta árið. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information