Færa bílastæði við Njarðargötu að vesturbrún

Færa bílastæði við Njarðargötu að vesturbrún

Fjölga mætti bílastæðum á svæðinu með því að færa stæðin. Kostnaður af stærðargráðunni 1 M

Points

Fjölga mætti bílastæðum við Njarðargötu um 5 - 10 með því að færa þau frá austurhlið götunnar að vesturhlið. Ástæðan er að við austuhlið eru mun fleiri innkeyrslur og þvergötur sem taka sitt pláss af götubrún. Einnig má benda á að (amk við efri hluta Njarðargötu) stæðin eru frekar notuð af þeim sem búa vestan götunnar. Til greina kæmi að hafa víxlandi svæði þannig að Njarðargatan yrði svolítið hlykkjótt og því verkar þetta sem hraðahindrun og rútubílahindrun.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2018. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information