Hreystisvæði hannað fyrir Parkour

Hreystisvæði hannað fyrir Parkour

Parkour eða víðavangshlaup er íþrótt sem er ein mest vaxandi í heiminum í dag og svona svæði gæti verið aðstaða fyrir þá grein en er líka frábært svæði fyrir almenning og krakka.

Points

Hugmynd þessi var metin tæk af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fór í framhaldi fyrir hverfisráð. Lokaniðurstaðan er sú að þessi hugmynd er ein af þeim 25 sem kosið verður um í haust 2018 í þínu hverfi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Kostar sama og venjuleg klifusvæði en er líka hannað fyrir íþróttagrein.

Frábær hugmynd og bráð vantar á Ísland. Fylkir er með mjög marga iðkendur í parkour hjá sér og því hentar vel að setja svona í Árbæjinn.

það væri gott fyrir íslensk börn að læra þessa íþrótt með smá áskorun úti í staðinn fyrir inní of mjúkum óraunverulegum fimleikasölum. gefur þeim meiri reynslu hvernig íþróttin er æfð í restin af heiminum og gefur þeim meiri möguleika á að æfa hana hvar sem er.

Frábært til að fá krakkana til að eiða meiri tíma úti frekar en að húka inni í ipad-inum eða eitthvað því líkt.

Frábær hugmynd er klárlega fylgjandi henni.

Er mjög fylgjandi að fá parkour svæði enda ótrúlega margir sem æfa þá íÞrótt / æfa íþróttir í Norðlingaholti —-mér hefur einnig þótt vanta hjólabretta aðstöðu fyrir krakkana. Það væri vel hægt að setja upp aðstöðu líkt og hefur verið gert við höfnina í miðbæ RVK.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information