Endurnýja göngustíga umhverfis Reynisvatn

Endurnýja göngustíga umhverfis Reynisvatn

Endurnýja og breikka göngustíga með frostfríju efni þannig að þeir verði færir allt árið. Nauðsynlegt er að hægt sé að ganga umhverfis vatnið með barnavagn en það er ekki nægt núna með góðu móti.

Points

Reynisvatn og umhverfi er algjör perla sem margir sækja í. Stíginn umhverfis vatnið þarf að endurnýja og breikka (frostfrítt efni, þó ekki malbik) og víða að færa til. Stígurinn er víða ófær nú, undir vatni eða á klaka, sem veldur því að umferð um svæðið er víða utan stígs, með tilh. spjöllum. Gangandi og hjólandi á að sjálfsögðu að geta farið saman með gagnkv.tillitsemi. Fjarlæja þarf felld tré og greinar sem legið hafa í haugum hringum vatnið síðastl.10 ár.

Stígurinn umhverfis Reynisvatn er mikið notaður en það er ekki mikið lagt í hann eins og hann er núna. Hann þarf að vera úr frostfríju efni og mun breiðari. Á köflum er hann allt of þröngur og mjög erfitt er að hjóla hann eða ganga um hann með barnavagn.

Hugmynd þessi var metin tæk af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fór í framhaldi fyrir hverfisráð. Lokaniðurstaðan er sú að þessi hugmynd er ein af þeim 25 sem kosið verður um í haust 2018 í þínu hverfi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Ekki malbika, banna hjól á þessum stað. Nema gera hjólastíg.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information