Brú yfir Miklubraut hjá 365

Brú yfir Miklubraut hjá 365

Hjóla og göngubrú yfir, þó það sé bara bráðabirgða þangað til Miklubraut er sett í stokk. Bætir bæði fyrir bíla, gangandi og hjólandi. Mikið að börnum þurfa að fara þarna á hverjum degi að sækja frístundir eða vini. Og margir myndu nýta sér þessa leið til að hjóla til og frá vinnu. Færri bilar þurfa að stoppa á ljósnum og menga.

Points

Synir mínir og vinir fara reglulega þarna yfir og hefur tvisvar nærri orðið slys, í bæði skiptin var það strætó sem stoppaði ekki. Þessi tillaga er sett fram árlega og verið er að kalla reglulega eftir úrbótum þess á milli af foreldrum. Eftir hverju er verið að bíða? Þéttari byggð í 101, 107 og 105 kallar bara aukna umferð.

Eykur öryggi barna sem þurfa að fara yfir þessa þungu umferðargötu til að fara í skóla, knattspyrnufélagið Val, skátaheimilið í Hamrahlíðinni osf. Yfir veturinn þegar það er orðið dimmt snemma væri sérstaklega gott fyrir börnin að fara yfir göngubrú.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Gönguljósin þarna eru reglulega hundsuð (með tilheyrandi stórhættu). Það er ekki spurning um að þetta myndi bæta öryggi íbúa í hverfinu sem þurfa regllulega að fara yfir Miklubrautina.

Götuljósin eru slysagildra og ökumenn nota strætró akrein til að hunsa og fara yfir á rauðu. Það skiptir miklu máli fyrir börn beggja vegna að tengja þessi hverfi saman og auðvelda ferðir þeirra í og úr tómstundum. Göngubrú myndi draga úr "skutl-umferð" á háanatímum og auðvelda íbúum að fara um án ökutækja.

Skólar báðum megin við brautina og þetta er öryggi fyrir alla.

Fer þarna reglulega yfir á annatíma, stöðugur straumur af börnum á leið í skóla ofl, gönguljósin eru ekki örugg og svo hægir á allri umferð þarna að það sé stöðugt verið að stoppa umferð á meðan fólk fer yfir

Algjört möst!

Umferðaröryggi á að vera forgangsmál. Allt sem minnkar yafir eykur öryggi. Þessi ljós tefja umferð mikið. Eins þau sem eru við Klambratún og Þjóðminjasafn. Bæði eykur öryggi mikið og minnkar tafir, sem eykur öryggi meira.

No. Brainer.Punktur

Eykur tvímælalaust öryggi gangandi vegfarenda.

Þarna er meiriháttar umferð bæði fótgangandi og bíla. Þriðja akreynin sem er fyrir taxa og strætó er stórhættuleg þar sem ökumenn þar halda ótrauðir áfram þó önnur umferð hægist eða stöðvist við gönguljósin og skapast þá hætta á að þeir valdi þar slysum á fólki. Göngubrú myndi forða slíku slysi.

Frekar að minnka og hægja á akandi umferð, heldur en að láta bílinn alltaf fá forgang. Setjum ökutækin í stokk, öflum strætisvagnakerfið og gefum fótgangandi aftur göturnar.

Stórhættuleg gönguljós fyrir skólafólkið okkar, bæði börn sem sækja skóla og félaga hinum megin við Miklubrautina og ungmenni á leið í framhaldsskóla á háannatímum. Einnig flöskuháls fyrir umferðina og mjög oft sem maður sér bíla stelast yfir á rauðu ljósi eða bara taka ekki eftir umferðaljósunum.

Öryggi fyrir börn og aldraða sem eru t.d. með göngugrind..:)

Þetta myndi stórbæta öryggi. Ljósin eru oft hundsuð af ökumönnum. Fjölmargir þurfa að fara þarna yfir, þ.á.m. börn og ungmenni á leið í skóla og frístundir. Óskiljanlegt að ekki sé göngubrú milli norður- og suður Hlíðahverfis.

Þetta bætir öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information