Burt með barinn! MOE´S Bar við Krónuna í Jafnaseli

Burt með barinn! MOE´S Bar við Krónuna í Jafnaseli

Staðsetningin á þessum bar inni í miðju fjölskylduhverfi er óásættanleg. Bæði subbugangur, stubbar, plastglös og dósir um allt hverfið í kringum barinn, mikil læti um helgar og ekki uppbyggilegt fyrir Seljahvefið. Þessi bar dregur úr verðleika Seljahverfisins, stöndum saman og fáum barinn burt.

Points

Geggjaður staður!😀 alltaf tilboð á barnum

Fáránlegt alveg fáranlegt! Þessi staður er frábær fyrir unga sem aldraða, fólk hittist og fær sér bjór og mögulega pizzu. Spjallar um gamla tíma á meðan djass hljómar í bakrunn. Yndislegur eigandi og starfsfólk. Allt uppá 10,5 á Moe's Bar and grill segi ég alltaf. Vinir og vandamenn koma þarna saman og ræða um vandamál og kosti samfélagsins, Moe's er í raun að taka við keflinu af Breiðholtslaug.

Þessi bar er EKKI inni í "miðju fjölskylduhverfi" eins og sjá má glögglega á Google Maps: https://www.google.is/maps/search/moe's+bar/@64.097639,-21.8269501,17.29z Það eru auð svæði til allra átta og barinn er staðsettur ofan á bílaverkstæði. Truflunin hlýtur að vera mjög lítilvæg. Það má alveg deila um hvort þetta sé snyrtilegasta og fágaðasta knæpan í Reykjavík, en það að kenna þessum bar um stubba, plastglös og dósir "um allt hverfið" er fáránlegt.

Vissulega eru plastglös, stubbar o.fl. að koma frá þessum stað. Get ekki tjáð mig um hvernig umhorfs er þarna innandyra en utanhúss er mjög óhrjálegt. Bæði trappan upp að barnum og bakatil. Sundið milli bars og Krónu er sannkallað skuggasund.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem verkefni hugmyndarinnar er ekki innan verkefna eða valdheimilda Reykjavíkurborgar eða ekki á borgarlandi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi

Ég hef einu sinni farið þarna inn til að nota salerni og verð að segja að það var bara allt í góðu með þennann stað. Ég skil ekki hvað manneskjunni sem setur þetta fram gengur til. Það að kalla þetta í miðju hverfi er auðvitað algjörlega fáránlegt og fær mig til að hugsa um hvort hún hreinlega rati um hverfið, nema það búi svona margir í skíðabrekkunni?

Ekkert að þessari staðsetningu. Maður veit varla af þessum bar. Ef það á að gera eitthvað í þessum bar þá þarf væntanlega að gera slíkt hið sama og færa þessi verkstæði.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information