Mánaðarlegt þrif á hverfinu

Mánaðarlegt þrif á hverfinu

Ár hvert sjáum við að verr og verr er komið fram við umhverfið okkar í hverfinu. Plaströr, pakkar af ódreifðum dagblöðum, og jafnvel (af eigin reynslu) heil Syrpa sem gleymdist á götunni. Þó að auðvitað þurfi kannski meiri menntum um þessar aðstæður (Hvert ruslið fer, t.d.), þá þarf einnig stutt-tíma lausnir sem hjálpar að taka burt rusl, og hreinsar sum efni sem hafa áhrif á astmasjúklinga eins og mig. Sem dæmi væri hægt að ráða fólk til að hreinsa göturna, týna upp rusl, endurvinna það og jafnvel gera samfélagsmiðlasíðu og nota þá vinnuna til að mennta borgarbúa um hversu mikið er um af rusli í borginni (Það myndi þá taka 1 vinnuman með myndavél + pening fyrir Facebook/Instagram auglýsingum) Jafnvel er hægt að notfæra vinsæla samfélagsmiðla sem reknir eru af Reykjavík (Svo sem @Logreglan) til að beina ríkisborgurum á málefnið. Þar með er vel hægt að nota stutt-tíma þrif til að auka menntun og hjálpa borginni að líta betri út.

Points

Svifryk og álíka efni hafa dagleg áhrif á lífið mitt og leiða til þess að ég á erfitt að fara út. Að laga þetta tekur alvarlegar breytingar á öllum vegum, en það að nota stutt-tíma lausnir og sameina þær við þann höfuðstól sem að ríkið hefur er gott fyrsta skref til þess að laga það.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin var metin tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2018. Einungis er hægt að stilla 25 tækum hugmyndum upp til kosninga á hverju ári. Hverfisráð fór yfir tækar hugmyndir og þessi hugmynd rataði því miður ekki í uppstillingu þetta árið. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information