Bæta hljóðmön við Sæbraut - Umferðaröryggi

Bæta hljóðmön við Sæbraut - Umferðaröryggi

Á milli Sæbrautar og Skúlagötu er hljóðmön sem var fyrir nokkrum árum grafin í sundur og er nú að sjá tvær aðskildar hljóðmanir. Gatið á hljóðmöninni er að sjá þegar horft er niður Frakkastíg (við Olís á Skúlagötu). Ferðamenn fara óhikað í gegn um gatið góða og svo beint yfir Sæbrautina, í stað þess að fara yfir á gangbraut.

Points

Umferðin á Sæbraut er þung og af þessu skapast mikil hætta, oftar en ekki þurfa bílar að hemla til að lenda ekki á vegfarendum. Þá stýrir það gangandi vegfarendum til gangbrautanna í kring að fylla upp í gatið á hljóðmöninni, því þá þurfa þeir að fara í kring um mönina og í átt að gangbrautum. Þar með skapast minni hætta fyrir gangandi sem og akandi vegfarendur.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem þetta verkefni er nú þegar á framkvæmdaáætlun. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Setja mætti upp einfalda girðingu eða steypukubbar í þetta gat og skilti sem vísar á gangbraut. Reyndar eru austan við Ólís tvö göt sem þurfti að loka af. Allar gangbrautir á þessu svæði eru vitlaust staðsettar miðað við ferðamannastrauminn, þetta þarf að laga. Krókurinn frá Frakkastíg að Sólfarinu er langur og flókinn.

Það ætti miklu frekar að fjarlægja bensínstöðina og fjölga gönguleiðum yfir Sæbrautina, alls ekki fækka þeim né setja upp girðingar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information