Hjólastíg á Grensásveg norðan Miklubrautar

Hjólastíg á Grensásveg norðan Miklubrautar

Eins frábær og Grensásvegurinn er orðinn fyrir hjólandi eftir breytingarnar þá nýtist hann ekki sem skyldi því norðan Miklubrautar er hvergi gert ráð fyrir hjólandi. Þarf að fara yfir ósléttar og þröngar gangstéttir eða í gegnum bílastæði til að komast að Suðurlandsbraut. Í dag er engin heildstæð tenging fyrir hjólandi frá Löndum/Gerðum yfir í Laugardalinn. Með hjólastíg á þessari leið væri kominn samfelldur hjólastígur alveg frá Stjörnugróf að Laugarvegi.

Points

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2018. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Sammála. Það er beinlínis hættulegt að hjóla þarna, sérstaklega vestan megin. Það var eiginlega meiri þörf á betri hjólastígum þarna heldur en sunnan Miklubrautar.

Svo er sauna fyrir hendi....

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information