BMX/hjólabrettagarður

BMX/hjólabrettagarður

Stór, steyptur brettagarður sem er nógu stór til að hægt sé að vera á BMX hjólum í honum en hentar einnig fyrir hjólabretti. Stórar gryfjur með mismunandi halla á veggjum, jafnvel pumptrack. Upplagt að hafa hann nálægt skólunum og frístundamiðstöðinni í Seljahverfinu, t.d. á milli Ölduselsskóla og Seljakirkju. Það er enginn skatepark í almennilegri stærð í Reykjavík þannig að hann gæti þjónað stórum markhópi. Núna er eina aðstaðan á höfuðborgarsvæðinu sem kemst eitthvað nálægt þessu aðstaða Brettafélags Hafnarfjarðar í gömlu slökkvistöðinni í Hafnarfirði. Svona garðar eru til í flestum borgum erlendis og hvetja bæði til hreyfingar og samveru barna og unglinga. Meðfylgjandi eru myndir af skatepark í Lundi í Svíþjóð, http://skatespot.nu/soderlyckan-skatepark-lund

Points

Frábært tækifæri til að efla hreyfingu og samveru barna, unglinga og fjölskyldna. Það vantar stóran skatepark á höfuðborgarsvæðinu.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin var metin tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2018. Einungis er hægt að stilla 25 tækum hugmyndum upp til kosninga á hverju ári. Hverfisráð fór yfir tækar hugmyndir og þessi hugmynd rataði því miður ekki í uppstillingu þetta árið. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Vantar almennilegan bretta/hjóla/skauta garð á Íslandi. Frábær og skemmtileg hugmynd til að efla hreyfingu hjá öllum aldurshópum og kyni.

Það er ekki nog af stöðum a höfuðborgarsvæðinu sem hefur eitthvað af bretta svæðum þannig ja það væri æði

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information