Öryggismál: Gönguljós á horni Hamrahlíðar og Bogahlíðar

Öryggismál: Gönguljós á horni Hamrahlíðar og Bogahlíðar

Ég bý í Stigahlíðinni norðan Hamrahlíðar. Á leið í skóla ganga börnin mín meðfram Hamrahlíðinni og yfir Bogahlíð í áttina að gönguljósunum við Blindraheimilið áleiðis að Hlíðaskóla. Þarna er mjög mikil umferð á morgnanna þegar nemendur og starfsfólk mæta bæði í Hlíðaskóla og MH. Ég hef lengi verið mjög hræddur um krakkana á horni Hamrahlíðar og Bogahlíðar. Þarna er hröð umferð úr þremur áttum, oft sól á móti, stundum snjóruðningar og fleira sem dregur úr útsýni. Hættan er sú að bílar komi keyrandi Hamrahlíðina í vesturátt og beygi snögglega inn í Bogahlíð t.d. eftir að hafa skilað af sér nemendum í MH, á sama tíma og litlir krakkar eru að ganga þarna yfir. Mín tillaga er því sú að komið verði upp gönguljósum á horni Hamrahlíðar og Bogahlíðar þannig að þegar það er grænn karl yfir Bogahlíðina þá sé umferð um Hamrahlíðina stöðvuð þarna á horninu rétt á meðan. Þetta er inni í miðju íbúðahverfi og því eigum við að láta börnin okkar njóta vafans. Þarna er einnig mikil umferð blindra og sjónskertra sem myndu einnig njóta góðs af þessu, nemendur MH og aðrir vegfarendur. Ógnin er fyrst og fremst bílar sem koma Hamrahlíðina til að beygja. Þeir sjá illa fyrir hornið. Það dugar því ekki að stöðva bara umferðina í Bogahlíðinni.

Points

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin var metin tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2018. Einungis er hægt að stilla 25 tækum hugmyndum upp til kosninga á hverju ári. Hverfisráð fór yfir tækar hugmyndir og þessi hugmynd rataði því miður ekki í uppstillingu þetta árið. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Tek undir með hraðaksturinn og hina miklu umferð í Harmahlíð. Gönguljós er hinsvegar neyðarúrræði þegar aðrar leiðir eru ekki færar og þá aðalega á götum með 4 akreinum eða meira. Aðrar leiðir eins og betri upplýsing á upphækkuðu gönguleiðinni, upplýst gangbrautaskilti og skilti með börnum gæti hjálpað betur. Fullorðið fólk sem keyrir bíla ætti að geta stoppað við upphækkaðar gönguleiðir án þess að það sé nauðsyn að setja niður gönguljós við hverju einustu gatnamót í íbúðagötum.

Óðinn Snær talar um upphækkuðu gönguleiðina yfir Hamrahlíðina. Upphækkunin var gerð vegna nemenda MH sem koma úr strætó á Miklubrautinni og ganga yfir Hamrahlíðina á upphækkuninni. Hún nýtist hins vegar illa nemendum Hlíðaskóla. Í dag er hægt að fara yfir Hamrahlíðina á upphækkuninni og í staðinn fara yfir götu á horni Háuhlíðar og Hamrahlíðar. Þar er líka hætta úr þremur áttum og því bara verið að flytja vandamálið. Ég er að tala um þegar gengið er yfir Bogahlíðina.

Óðinn Snær talar um að gönguljós séu aðallega notuð á götum með 4 akreinum eða meira. Á þessari sömu götu, í Hamrahlíðinni móts við Hlíðaskóla, eru tvenn gönguljós á götu sem er bara ein akrein í hvort átt. Það er einfaldlega vegna þess að þarna er mikil umferð bæði bíla og barna.

Ég er bara ekki að ná hvernig þú getur ætlast til að stöðva umferð bæði í hamrahlíðinni og bogahlíðinni þegar einhver ætlar að labba yfir bogahlíðina. Hraðahindrunin við hamrahlíðina gerir nog til að hægja nægilega á þeim sem ætla ser að beygja inn í bogahlíðina (komandi fra suðurveri) og bílar ur hinni attinni hafa nægt utsyni til að sjá gangandi vegfarendur. Ef eitthvað þá á að takmarka það að hægt sé að leggja þarna á horninu, ef það er gert þá eiga allir að sjá nægilega vel.

Það eru tvenn gönguljós þarna á stuttum kafla. Finnst enn ein ekki hljóma eins og það sem þarf.

Brynja Dögg, þessi þriðju ljós væru sett upp af nákvæmlega sömu ástæðu og hin; til að tryggja öryggi þeirra barna sem eiga leið þarna um. Ef fólki finnast ljósin of mikið þá væri hægt til vara að fara sömu leið og á horni Stigahlíðar og Hamrahlíðar. Setja háar hraðahindranir þar sem núverandi hindrun er yfir Hamrahlíðina við hornið á Bogahlíð og svo yfir Bogahlíðina. Þá er næstum útilokað að taka beygjuna hratt - sem er einmitt mesta hættan á þessum stað. Bíll sem kemur úr austri inn Bogahlíð

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information