Hundagerði

Hundagerði

Hundagerði, helst með eh. þrautum fyrir hundana (gömul bíldekk t.d). Mikið er af hundum í Grafarvogi og gott að geta sleppt hundi lausum Hundagerði kjörið til þess.

Points

Algjör nauðsyn

Það bráðvantar hundagerði í Grafarvoginn, mikið er um hunda og fólk er að sleppa þeim lausum hér og þar sem er ekki gott. Hundagerði við Gufunesbæ!

Það er löngu orðið tímabært að fá afgirt hundagerði í Grafarvog, þetta er stórt hverfi og mjög margir hundar búa í hverfinu og það sárvantar gerði svo maður geti hleypt hundunum sínum lausum út að hlaupa á öruggu svæði.

Hægt að leyfa hundi að vera lausan innan girðingar.

Hugmynd þessi var metin tæk af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fór í framhaldi fyrir hverfisráð. Lokaniðurstaðan er sú að þessi hugmynd er ein af þeim 25 sem kosið verður um í haust 2018 í þínu hverfi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Ég vil minna á að til þess að gerðið nýtist sem skyldi þyrfti það að vera að minnsta kosti um 1000 fm og að girðingin yrði helst um 1,60m á hæð. Það þarf að passa undirlag vel og koma fyrir anddyri svo það yrði minni hætta á að hundar slippi út úr gerðinu þegar nýr kemur inn. Hér er mikilvægt tækifæri til að gera hundagerði sem er ekki lýti á umhverfið heldur nýtist hundaeigendum vel og er fallegt að horfa á. Styð þessa tillögu og vona að hún verði vel framkvæmd!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information