Hagatorg - Garður í stað götu

Hagatorg - Garður í stað götu

Hagatorgi mætti breyta úr umferðarmannvirki í almenningsgarð með tengsl við Melaskóla, Hagaborg og Hagaskóla. Nú er hagatorg stórt grænt svæði sem er umlukið götu og nýtist engan veginn. Með því að loka Neshaga og Fornhaga næst torginu og leiða umferð af Birkimel annars vegar niður Dunhaga og hins vegar niður Hagamel mætti búa til stórt grænt svæði, sem yrði hluti af skólalóðum þriggja skóla og útvistarsvæði fyrir börn og ungmenni. Fyrir nokkru síðan vann arkítektinn Hilmar Þór Björnsson aðlaðandi hugmynd um torgið sem hann lýsir hér: http://blog.pressan.is/arkitektur/2011/10/19/vesturbaer-sunnan-hringbrautar/ Hilmar Þór er reyndar að fjalla um stærra svæði í þessari grein en möguleikarnir eru augljóslega miklir. Þessi hugmynd var vinsælasta hugmyndin á síðasta ári. Mögulegt er að taka smærri skref, byrja t.d. með því að tengja lóð Melaskóla við torgið og láta umferðina fara eftir Birkimel, framhjá Hótel sögu og Háskólabíói og svo áfram niður Neshaga. Götunni við torgið yrði í raun breytt í tvístefnugötu. Eina lokun á götu yrði tenging skólalóðar Melaskóla við torgið og öll umferð í og úr Vesturbæ færi í raun eftir sömu leðum. Slík lokun yrði mjög ódýr, enda kallaði hún ekki á nein ný umferðamannvirki. Ef reynslan yrði ekki góð, þá mætti taka þetta aftur án teljandi kostnaðar.

Points

The problem I see with this is that it will reroute the traffic from Neshaga to Hagamelur, which is much smaller and cannot handle it. I'm not against the idea of doing something with the space itself, but this implementation is poorly thought out.

Í fyrsta lagi er þetta mikil sóun á góðu svæði eins og þetta er í dag. Væri frábært að fá flottan garð þarna

Með því að tengja Hagatorg, sem er eitt stærsta græna svæðið í Vesturbæ, við skólalóðirnar og lóð Neskirkju, mætti gjörbylta aðstöðu fyrir börn og ungmenni - og alla sem vilja njóta útivistar - í Vesturbænum. Núna er Hagatorg umferðarmannvirki en gæti verið stórkostleg viðbót við athafnarými barna og allra þeirra sem búa í Vesturbænum.

Hugmynd þessi var metin tæk af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fór í framhaldi fyrir hverfisráð. Lokaniðurstaðan er sú að þessi hugmynd er ein af þeim 25 sem kosið verður um í haust 2018 í þínu hverfi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

þetta er tillaga um að eyðileggja skipulag hverfisins.

Það er mikið á sig leggjandi að auka við útirými, einkum fyrir börn á þessu svæði. Hagatorgið er eitthvert einkennilegasta umferðarmannvirki borgarsvæðisins og er þá mikið sagt. Það verður ekki sagt að þessi mikli hringur þjóni miklum tilgangi. Miklu fleiri myndu njóta miklu meiri gæða á þessu svæði, ef þessi tillaga í breyttri eða óbreyttri mynd næði fram að ganga.

Er ekki á móti því að nýta Hagatorg betur sem almenningsrými en þá af virðingu við skipulags- og byggingarsögu hverfisins. Einar Sveinsson borgararkitekt hannaði Melahverfið út frá ákveðnum skipulagshugmyndum um samspil Hagatorgs og bygginga í kring. Hönnun bygginga í kringum Hagatorg taka mið af því og hefur götumyndin og skipulagið fagurfræðilegt gildi sem slíkt. Hringtorgið þjónar vel tilgangi sínum sem samgöngumannvirki en umferð mun bara aukast eftir því sem byggingum á svæðinu fjölgar.

Hægt er að draga úr hraða umferðar og auka öryggi þó hringtorgið verði áfram, með því að þrengja götuna í kringum torgið t.d. með framhaldi á hjólreiðastígnum sem verið er að leggja á Birkimel áfram hringinn í kringum Hagatorg. Einnig með upphækkuðum gangbrautum yfir á Hagatorgið þar sem eru nú þegar "þjóðleiðir" gangandi yfir torgið.

Leysa má umferðarmál með ýmsum hætti. Ein leið er að umferðin fari um Hagamel, alveg niður að Kapplaskjólsvegi. Það er reyndar betri strætóleið en Neshagi-Hofsvallagata-Ægisíða. Þá gengi vagninn frá Melaskóla og stoppaði við Melabúðina eða þjónustukjarnann þar, svo aftur við KR í Frostaskjóli. Önnur leið er að loka Hagameð við Furumel, þannig að umferð færi um Hagamel framhjá Melaskóla, þá um Furumel að Neshaga, og svo um Neshaga að Hofsvallagötu eins og nú.

Góð hugmynd að endurnýjun á vannýttum reit til margra ára á einhverjum verðmætasta stað í borginni. Liggur beinast við að nota þetta pláss betur og ekki nema útfærsluatriði hvert umferð væri beint í staðinn, en hún er almennt alls ekki mikil nema ef vera skyldi rétt á morgnana þegar börnum er komið í Haga- og Melaskóla.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information