Strætóskýli við Melaskóla

Strætóskýli við Melaskóla

Við Melaskóla er ekkert strætóskýli við þá sem taka vagn nr. 11 vestur í bæ og út á Seltjarnarnes. Þessi stoppustöð er mikið notuð, og ekki síst krakkar sem nota hana, en núna er bara staur þarna sem veitir hvorki skjól fyrir vindum né regni. Hluti af því að hvetja fólk til að nota strætó er að hafa aðstöðun góða. Þarna þyrfti að setja skýli svo fólk geti staðið í skjóli á meðan beðið er eftir vagninum.

Points

Stoppustöðin við Melaskóla er mikið notuð. Það eru ekki síst krakkar á leið í frístundastarfs sem nota hana. Nún þurfa krakkarnir að norpa þarna án skjóls í öllum veðrum. Svona aðstöðuleysi fælir fólk frá því að nota strætó. Því legg ég til að þarna verði sett upp skýli hið fyrsta.

Hugmynd þessi var metin tæk af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fór í framhaldi fyrir hverfisráð. Lokaniðurstaðan er sú að þessi hugmynd er ein af þeim 25 sem kosið verður um í haust 2018 í þínu hverfi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information