Hraðahindrun á mót Guðrúnargötu við Rauðarárstíg

Hraðahindrun á mót Guðrúnargötu við Rauðarárstíg

Það er löng vegalengd milli hraðahindrana frá því að bílar koma frá Miklubraut, inn á Rauðarárstíg og að Hrefnugötu. Þetta gerir það að verkum að almennt keyra ökumenn mjög hratt þessa vegalengd. Við sjáum ökumenn sem eru að öllum líkindum að keyra á sama hraða og í t.d. Ártúnsbrekku eða á 80 km hraða. Þarna er 30 km hámarkshraði en svo virðist sem mjög fáir ökumenn virði þennan hámarkshraða. Íbúar í Norðurmýri og þá ekki síst íbúar Guðrúnargötu, Bollgötu og Kjartansgötu eru orðnir vægast sagt mjög þreyttir á þessu ástandi. Sjálfur byrja ég daginn á því að setja sjálfan mig og 2 ára gamla dóttir mína í hættu við að labba út á þennan hluta Rauðarársstígs. Þess má einnig geta að til eru þó nokkrar tjónaskýrslur frá íbúm þessara gata þar sem klesst hefur verið á kyrrstæða bíla sem lagðir eru á Rauðarárstíg. Mörg börn í Norðurmýri sækja Ísakskóla og Háteigsskóla og fara akkurat þarna yfir götuna. Þetta er því algjört öryggisatriði að eitthvað sé gert til þess að draga úr hraða eða hættu á þessum slóðum.

Points

Hugmynd þessi var metin tæk af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fór í framhaldi fyrir hverfisráð. Lokaniðurstaðan er sú að þessi hugmynd er ein af þeim 25 sem kosið verður um í haust 2018 í þínu hverfi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information