Njálsgöturóló - Metnaðarfullar endurbætur

Njálsgöturóló - Metnaðarfullar endurbætur

Það er kominn tími á metnaðarfullar endurbætur á Njálsgöturóló. Vinafélag Njálsgöturólós leggur til að fara í metnaðarfullar endurbætur á öllum rólónum, sérhannaðar lausnir sem lyfta þessu borgarrými á hærri stall. Nýtt og betra leiksvæði og útivistarvæði með miðborgarbrag sem bæði íbúar hverfisins og gestir geta notið saman. Með þéttingu byggðar verða sameiginlegu útirýmin okkar sífellt dýrmætari. Því er nauðsynlegt að taka saman höndum og hlúa að þessum mikilvægu svæðum í hverfinu.

Points

Vin í hverfinu sem þarf að endurbæta.

Nýtum þau fáu opnu leiksvæði í miðborg Reykjavíkur og búum til fjölskylduvænan samkomustað fyrir börn og foreldra. Löngu komin ´timi á að bæta Njálsgöturóló sem hefur verið samkomustaður svo margra í næstum því 80 ár.

Njálsgöturóló er mjög mikilvægt útvistarsvæði fyrir fjölskyldufólk í þessum hluta miðborgarinnar. Staður með sögu, og aðdráttarafl en á sama tíma er mikil þörf á uppbyggingu. Ég styð heilshugar allar tilögur um endurbætur.

Það er mikilvægt að byggja upp sameiginleg útirými í Reykjavík á tækniōld. Gerum Njálsgōturóló að ævintýrarheimi þar sem ōll fjōlskyldan getur leikið saman og fjōlskylduferðamenn geta komið og skemmt sér með okkur.

Það vanntar öruggt útileiksvæði fyrir börnin í hverfinu, munum líka eftir yngstu börnunum. Kv Móðir 10 mánaða gorms.

Njálsgöturóló er dýrmætt grænt svæði, þar hafa borgarbúar leikið sér síðan 1939 - hann verður áttræður á næsta ári. Völlurinn hefur drabbast niður og það eru fá opin leiksvæði á akkúrat þessu svæði í nágrenni miðborgarinnar.

Skemmtileg hugmynd!

Hugmynd þessi var metin tæk af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fór í framhaldi fyrir hverfisráð. Lokaniðurstaðan er sú að þessi hugmynd er ein af þeim 25 sem kosið verður um í haust 2018 í þínu hverfi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Krakkarnir okkar eiga alltaf að vera númer eitt. Látum ekki leiksvæði drappast niður á meðan nýbyggingar rísa.

Með þéttingu byggðar verða sameiginlegu útirýmin okkar sífellt dýrmætari. Því er nauðsynlegt að taka saman höndum og hlúa að þessum mikilvægu svæðum í hverfinu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information