Skipta út möl sem undirlag á róló á holtinu.

Skipta út möl sem undirlag á róló á holtinu.

Það er lítill róló á holtinu bakvið Skipholtið - á milli þess og eiginlega ská á bakvið stýrimannaskólann - það er göngustígur sem endar í Hjálmholti. Á þessum litla róló eru steinar og möl sem undirlag - og er það alls ekki gott fyrir litla krakka sem meiða sig þegar þau detta þar sem og að það er freistandi að stinga í munn... mætti endilega setja gúmmíflísar þar og lífga aðeins uppá þann róló/leiksvæði. Þarna er nefnilega tilvalið að hafa huggulegt svo börn og fullorðnir geti notið þess saman að vera þar að leika.

Points

Þessi leikvöllur er frekar nýlegur í núverandi mynd, hönum er vel viðhaldið og undirlagið er öryggismöl sem þjappast ekki og kemur því í veg fyrir meiðsli ef krakkar detta á hana. Hann er þegar mikið notaður og almenn ánægja með hann. Það væri afskaplega lítil viðbót í gæðum að fara að skipta út öllu undirlaginu fyrir gúmmihellur.

Leikvöllur sem liggur við fjölfarinn göngustíg. Frábært svæði sem er mikið notað af fjölskyldum sem eiga leið hjá sem og fjölskyldum í hverfinu. Endilega að útbúa gott umhverfi þar sem fjölskyldur geta átt góðar stundir saman.

Lítið fjármang sem þarf til að gera þetta leiksvæði svo frábært svo við sem búum þarna í kring getum notið þess með börnunum okkar að fara út að leika.

Hugmynd þessi var metin tæk af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fór í framhaldi fyrir hverfisráð. Lokaniðurstaðan er sú að þessi hugmynd er ein af þeim 25 sem kosið verður um í haust 2018 í þínu hverfi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Gerum betur við börnin í hverfinu og minnkum slysahættu. Það þarf ekki mikið til hér til að bæta leiksvæðið til muna.

Nokkurs konar vin í eyðimörk þarna en það þarf að hressa upp á þetta svæði! Mikið notað af fjölskyldum sem eru í göngutúr í hverfinu, ekki bara úr húsunum í kring.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information