Gangbrautir

Gangbrautir

Í hverfinu búa börn sem fara til vina sinna milli svæða. Það vantar til dæmis gangbraut yfir Skólavörðustíginn. Umferðin á Skólavörðustíg er kaótísk og óöruggt fyrir börn að skottast yfir hann. Ekki er nóg af gangbrautum í nágrenni Austurbæjarskóla.

Points

Þetta á að vera löngu búið að gera ásamt gönguljósum við holtið. Að fylgjast með börnunum þarna og rútubílunum og einkabílunum og ferðamönnunum er agalegt, þetta er orðið montmartre hér í Reykjavík og þarna og á leiðinni er skóli, afhverju er ekki löngu búið að gera eitthvað þarna fyrir gangandi vegfarendur þá aðallega börn.

Það þarf að auka öryggi barnanna sem búa í hverfinu.

Það vantar lífsnauðsynlega vel merkta gangbraut efst á Njarðargötu þar sem mörg börn ganga úr Goðahverfinu/Þingholtunum yfir í grunn- og leikskóla. Umferðin á þessum stað er gríðarlega þung og nú með stærstu ferðamannarútunum sem keyra upp Eiríksgötuna og beygja niður Njarðargötuna þá hefur umferðaröryggi á þessum stað versnað stórkostlega. Ég styð tillögu um aukið umferðaröryggi í kringum Austurbæjarskóla.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2018. Nú fer fram heildar endurskoðun á gönguleiðum skólabarna í öllum hverfum borgarinnar. Hugmyndinni verður því komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar sem mun taka hana inn í þessa greiningarvinnu. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information