Marvöruverslun í göngufæri.

Marvöruverslun í göngufæri.

Ég bý í foldahverfinu og mér finnst vanta matvöruverslun eins og Bónus, Krónuna eða Nettó sem væri t.d. í foldaskála. Það er hægt að draga töluvert úr bílaumferð með því að gefa fólki kost á að fara gangandi eða hjólandi í verslun sem er ekki of langt frá heimilinu, einnig er hægt að senda börnin út í búð ef eitthvað vantar. Mér finnst óþolandi að þurfa að setjast upp í bíl í hvert skipti sem vantar eitthvað úr matvöruverslun.

Points

Til dæmis mætti nýta gamla 10-11 húsnæðið í hamrahverfi þar sem skv. Deiliskipulagi á að vera verzlun en ekki kirkja.

Hagkvæmt og umhverfisvænt á allan hátt fyrir heimilið, umhverfið og bæjarfélagið.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem verkefni hugmyndarinnar er ekki innan verkefna eða valdheimilda Reykjavíkurborgar eða ekki á borgarlandi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi

Hverfisbúðin er í Foldahverfi og mjög skemmtileg lítil búð, í eigu jákvæðs fólks sem er opið fyrir hugmyndum hvernig mætti bæta búðina. Vil benda frekar á að koma hugmyndum áleiðis til þeirra hvernig mætti bæta vöruúrvalið.

Hverfisbúðin er opin í Torginu ofanverðu Hverafold 1-3 þar sem áður var sjoppan Foldaskálinn. Hugmyndin er því þegar leyst :)

Helgi Þór Guðmundsson, þú ert ekki að setja þitt innlegg á réttan stað þar sem þú færir rök á móti😂

Alvöru matvöruverslun myndi gera mikið fyrir hverfið.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information