Innileikvöllur

Innileikvöllur

Það væri frábært fyrir barnafjölskyldur að hafa val um að leika sér á innileikvelli á veturnar í mesta frostinu og hálkunni. Sérstaklega fyrir ung börn sem eiga erfitt með að fóta sig í snjó og hálku. Á veturnar eru ekki alltaf bestu aðstæðurnar fyrir rólóferðir en engu síður þurfa börn að fá útrás fyrir hreyfiþörfina. Ungar barnafjölskyldur búa margar hverjar þröngt og því væri frábært að hafa þennan valmöguleika. Þetta væri líka góður staður fyrir foreldra og börn í fæðingarorlofi til að hittast á. Fyrirmyndir að slíkum leikvöllum finnast víða í Evrópu, til að mynda í Kaupmannahöfn.

Points

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

😍Já já og aftur já! Gæti ekki verið meira samnála.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information