Bæta göngustíg meðfram lóð Austurborgar

Bæta göngustíg meðfram lóð Austurborgar

Göngustígurinn meðfram leikskólann Austurborg er ekki ruddur og sandaður á veturna sennilega vegna þess að hann er of mjór fyrir ruðningstæki. Einnig þarf að bæta aðgengi að göngustíg sunnan-meginn við bílastæðið í Hvassaleiti og bæta lýsingu við stíginn.

Points

Fjölfarinn göngustígur, sem er mjög erfiður yfirferðar í miklum snjó og hálku. Bílar leggja í stæðið við Hvassaleitið sem gerir gangandi vegfærendum ómögulegt að komast inn á stíginn. Birtuleysið felur hálkubletti og eykur óöryggi.

Hugmynd þessi var metin tæk af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fór í framhaldi fyrir hverfisráð. Lokaniðurstaðan er sú að þessi hugmynd er ein af þeim 25 sem kosið verður um í haust 2018 í þínu hverfi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Mjög þarft þar sem margir kjósa heldur að koma gangandi en bílandi með börnin. Það var nánast ómögulegt að komast gangandi þessa leið í vetur.

Þetta er eina aðkomuleiðin fyrir þá sem búa sunnan við leikskólann og koma gangandi. Stígurinn var ófær allan þann tíma sem snjór var í vetur og mikil hálka. Erfitt fyrir yngstu börnin að ganga í þessari færð sem veldur því að foreldrar halda oftar á þeim - sem er hættulegt í hálku og á að forðast eins og hægt er. Mjög brýnt að bæta úr ástandinu svo þeir sem nota ekki bíl komist öruggir á leikskólann.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information