Grafarvogur - upplýst hverfi!

Grafarvogur - upplýst hverfi!

Það þarf víða að bæta lýsingu við göngustíga og leikvelli í Grafarvogi. Það má t.d. gera með því að fjölga ljósastaurum eða bæta við annars konar lýsingu.

Points

Eykur öryggi t.d. í snjó og hálku að vetri til. Sem dæmi má nefna að milli Berjarima og Flétturima er göngustígur með mjög löngu bili á milli ljósastaura meðfram leikvellinum sem tilheyrir Flétturima. Þetta á án efa líka við um fleiri göngustíga og/eða leikvelli í hverfinu.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem verkefnið sem um ræðir í hugmyndinni er í öðru ferli innan borgarkerfisins og því ekki hægt að kjósa um það að svo stöddu. Hugmyndinni verður vísað sem ábendingu inn í það ferli. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Dregur úr slysahættu og öryggisatriði með tilliti til innbrota.

Eykur öryggi, göngustígur á hitaveitustokknum meðfram Víkurveg niður að Vesturlandsvegi er ekkert upplýstur enn mikið notaður af gangandi og hljólandi vegfarandum snemma á morgnana.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information