Hraðamyndavélar við Hringbraut

Hraðamyndavélar við Hringbraut

Setja upp hraðamyndavélar við öll umferðarljós á Hringbraut frá hringtorginu við Suðurgötukirkjugarð og að JL-húsinu. Það er mikil umferð um götuna og margir bílar keyra langt yfir hámarkshraða. Börn þurfa fara yfir Hringbrautina til þess að fara í og úr skóla, í íþróttir og aðra grunnþjónustu og skapar þessi mikli hraði því mikla hættu. Þetta er ekki besta langtímalausnin en ódýr og auðveld. Með því að eiga von á sektum þá gæti það orðið til þess að fólk verði meðvitaðra um að keyra hægar og þannig myndum við bæta umferðarmenninguna á Hringbraut meðan barist er fyrir því hvernig breyta eigi götunni til framtíðar. Það er ekki hægt að una núverandi ástandi lengur og því verður að grípa til aðgerða strax.

Points

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin var metin tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2018. Einungis er hægt að stilla 25 tækum hugmyndum upp til kosninga á hverju ári. Hverfisráð fór yfir tækar hugmyndir og þessi hugmynd rataði því miður ekki í uppstillingu þetta árið. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Það er mjög mikið um hraðakstur á þessu svæði og því nauðsynlegt að setja einhvers konar hraðatakmarkanir. Sérstaklega þar sem fjölmargir gangandi vegfarendur fara þarna yfir daglega, ekki síst börn á leið í skóla. Hraðamyndavélar við Hrinbraut eru nauðsynlegar!

Hraðakstur er áberandi á þessum vegarkafla þar sem börn fara til og frá skóla og í tómstundir. Hvergi er meiri umferð gangandi vegfarenda á barnsaldri en á þessu svæði. Hraðamyndavélar og betra aðgengi gangandi vegfarenda um svæðið er bráðnauðsynlegt úrræði.

Eitthvað þarf að gerast þarna og þetta er auðveld lausn á meðan hugað er að langtímalausn.

Það er líka svakalegt að sjá hvað margir keyra áfram þó að rautt gangbrautarljós logi. Eiginleg er það regla fremur en undantekning. Myndavélar væru fljótar að taka á þessu dauðans skeytingarleysi.

Með tímasamtengdum myndavélum við hver gatnamót mætti líka mæla meðalhraða bílanna svo ökumenn séu ekki að gefa í á milli gatnamóta.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information