Gera upp “Skrítna róló” milli Búlands og Geitlands

Gera upp “Skrítna róló” milli Búlands og Geitlands

Það mætti nýta opna svæðið milli Búlands og Geitlands miklu betur. Rólóinn sem er þar fyrir er ekki kallaður “Skrítni róló” að ástæðulausu. Þetta er steinasands-auðn með tveimur rólum, rennibraut, og svo mjög svo skrítnum leiktækjum sem eru í raun meira hættuleg heldur en skemmtileg. Þar við hliðiná er bútasaums-malbikaður körfuboltavöllur með aðeins einni körfu sem er í henglum. Hér mætti rísa skemmtilegur kastali eða klifurgrind með fleiri rólum, skipta út steinasandinum fyrir einhverju aðgengilegra og þægilegra fyrir börn til þess að leika sér í. Bæta á allann hátt þennan skrítna leikvöll samanber flottu róluvellina innst í Traðarlandi og fyrir ofan Kvistaborg sem voru settir upp í fyrrasumar. Það er heldur betur kominn tími á að lappa uppá og nýta þetta svæði miklu betur.

Points

Hugmynd þessi var metin tæk af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fór í framhaldi fyrir hverfisráð. Lokaniðurstaðan er sú að þessi hugmynd er ein af þeim 25 sem kosið verður um í haust 2018 í þínu hverfi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information