Körfuboltaskemmtigarður/völlur

Körfuboltaskemmtigarður/völlur

Mín tillaga er að við fáum góðan upplýstan körfuboltavöll í Vesturbæinn með gæða undirlagi og skilst mér að "Sport Court" sé málið í þeim efnum og þrautreynt hér á landi. Körfubolti er frábær íþrótt og skemmtileg fyrir fólk á öllum aldri. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að í nærumhverfi sigursælasta körfuboltaliðs síðari ára skuli ekki vera boðlegur körfuboltavöllur fyrir krakkana í hverfinu heldur stakar körfur í mismunandi ástandi, skakkar, netlausar, holótt undirlagt þegar það er ekki svelli og klaka hulið. Umræddir gæðavellir hafa verið settir upp víða undanfarið við miklar og góðar undirtektir þeirra sem þá nota...sbr.Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ og síðast en ekki síst í Reykjanesbæ þar sem nýr völlur var vígður snemma árs 2017. Nú stendur fyrir að mér skilst endurskipulagning á útisvæði við Grandaskóla og þar liggur mín tillaga að planta slíkum körfuboltaskemmtigarði (já ég segi skemmtigarði). Kostnaður við slíka framkvæmd er minni en margur heldur en mikilvægi skemmtigarðsins mun að mínu mati margborga sig í formi forvarna og heilsueflingar öllum til heilla.

Points

Góð aðstaða til útiveru og íþróttaiðkunar. Körfur við Melaskóla eru ansi lúnar og lélegar orðnar.

Frábær hugmynd ! Það er mikill áhugi á körfubolta í Vesturbænum, því myndi svona völlur bæta mikið við aðstöðuna sem er fyrir. Útivera, hreyfing, leikur og góður félagsskapur, það eru lykilatriði í forvarnar- og uppeldisstarfi unga fólksins okkar.

Mikil þörf en léleg aðstaða

Aukin gleði, bætt heilsa og forvarnir fyrir börnin okkar eru stærstu rökin :-) Skemmtigarður/völlur hljómar til notkunar allt árið um kring. Mætti nýta fjármagn frá Betri Reykjavík til að gera snjóbræðslu undir slíkan völl?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information