Körfuboltagarður

Körfuboltagarður

Alvöru körfubolta-leikvöllur með 6-8 körfum og góðu undirlagi. Þriðja árið í röð legg ég til þá hugmynd að fá alvöru Sport Court-körfuboltavöll með góðum körfum, undirlagi og lýsingu í Laugardalinn líkt og er að finna td. í Reykjanesbæ, Hafnarfirði og Garðabæ en þessir vellir hafa sannað sig á undanförnum árum. Körfuknattleikur er frábær fyrir börn og fullorðna til að leika sér og hægt að iðka einn eða með öðrum í hóp. Mikil gróska er í yngri flokkum Ármanns og um árabil komu margir víðsvegar að og léku á útikörfunum sem voru á Þróttarabílastæðinu. Nú er enginn alvöru völlur (eingöngu krakkakörfur við grunnskólana) til staðar og þar sem Laugardalurinn er miðstöð útiveru og íþrótta finnst mér að hér ætti að vera miðsvæðis góður og flottur völlur sem ég veit að yrði mikið notaður og myndi nýtast mjög mörgum. Því miður hefur hugmyndin, sem var sú vinsælasta fyrir tveimur árum, í öllum hverfum samanlagt, ekki náð kosningu í lokakosningu íbúa, en nú má reyna að nýju og sjá hvort það sé samstaða um að kjósa hana í gegn. Reykjavíkurborg hefur verðlagt verkefnið talsvert hátt sem mögulega hefur haft fælandi áhrif í kosningunni en ég skora á íbúa Laugardalsins að nýta árið í ár til að fá völlinn upp og þá er hann komin í gagnið um ókomin ár. Ég minni að lokum á að úr Laugarnesinu hafa komið margir af okkar bestu landsliðsleikmönnum Íslands síðustu ára og hófu þeir leik á körfur við einn af skólum hverfisins. Framtíðin er í ykkar höndum ... framtíðin er körfuboltavöllur í Laugardalinn!

Points

löngu kominn tími til að fá almennilegt körfuboltasvæði í hverfið :)

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information