Þrenging Hæðargarðs

Þrenging Hæðargarðs

Umferðarhraði er allt of mikill við Hæðargarð. Þrengja þarf götuna á fleiri stöðum eða loka henni alveg í miðjunni.

Points

Á hverjum degi fer fjöldi barna yfir Hæðargarð til að komast í Breiðagerðisskóla eða Réttarholtsskóla. Umferðarhraði við Hæðargarð er allt of mikill sem skapar hættu fyrir skólabörn og aðra. Sumir nota jafnvel Hæðargarð fyrir gegnumakstur. Það þarf að þrengja götuna á fleiri stöðum til að hægja á umferð eða loka henni alveg í miðjunni. Þannig hægjum við á umferð og bætum öryggi allra þeirra barna sem fara yfir götuna á hverjum degi.

Sammála því að bæta megi við þrengingum, auka merkingar og skilti og mögulega fjölga gangbrautum til að draga úr umferðarhraða.. Er hins vegar algerlega mótfallinn því að loka götunni alveg, hvort sem er í miðju eða öðrum endanum.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin var metin tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2018. Einungis er hægt að stilla 25 tækum hugmyndum upp til kosninga á hverju ári. Hverfisráð fór yfir tækar hugmyndir og þessi hugmynd rataði því miður ekki í uppstillingu þetta árið. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Fullkomlega sammála þessari tillögu. Á hverjum degi er líf gangandi barna í stórhættu vegna hraðaksturs bílstjóra. Annað hvort þarf að loka henni í miðjunni eða við annan endan. Með óbreyttu ástandi þá mun verða alvarlegt slys fyrr en síðar

Tek undir þessa tillögu, það eru íbúar í götunni sem fyrst og fremst eiga að hafa um umferðarhraða í henni að segja. Og þá sérstaklega foreldrar skólabarna. Umferð er of oft alltof hröð í Hæðargarði.

Mætti setja þrenginu gangbrautina fyrir framan blokkirnar. Sá stígur er mikið notaður af börnum á leiðinni í Breiðagerðisskóla.

Gjarnan þrengingu um miðjan Hæðargarð, á mòts við leikskòlann Jörfa. Oft hressileg ekið þann kafla sem er á milli 2 hraðahindrana. Einnig merkingar um umferð barna og hraðatakmörkun (30km/klst) ì götunni á skilti. Hraðatakmarksmerkingar málaðar á götuna komast lìtið til skila á veturna. Òsjaldan er umferð beint um Hæðargarðinn þegar framkvæmdir eru við Bùstaðaveg/Grensásveg. Þá er jafnvel strætò ì akstri um götuna á sinni tìmapressu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information