Göngubrú yfir Kringlumýrabraut hjá Álftamýri og Bólstaðahlíð

Göngubrú yfir Kringlumýrabraut hjá Álftamýri og Bólstaðahlíð

Koma upp göngubrú yfir Kringlumýrabraut milli Álftamýri og Bólstaðahlíðar. Myndi auðvelda fólki að komast yfir Kringlumýrabraut á öruggan hátt.

Points

Styð þessa hugmynd.

Myndi auka öryggi vegfarenda milli þessara hverfa.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Þetta er mjög langur kafli og það er mikið um að fólk gangi þarna yfir hjá gamla brunahananum. Þannig að það vantar aðstöðu til að fólk komist hratt og örugglega yfir.

Það myndi bæta öryggi vegfaranda á þessari leið sem margir nota!

Frábær hugmynd! Myndi auka öryggi allra íbúa í hverfinu og sérstaklega barna sem þurfa að fara yfir risastóru gatnamótin sem liggja í allar áttir ,þar sem bílar sitja einnig á ljósum með tilheyrandi mengun. Svo myndi þetta tengja hverfið við Hlíðarnar þannig að fleiri gætu auðveldlega lagt bílnum og hjólað ferða sinna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information