Setja mosa/gróður á vegginn milli Miklubraut og Klambratúns

Setja mosa/gróður á vegginn milli Miklubraut og Klambratúns

Steinveggurinn sem aðskilur Miklubrautina og Klambratún er virkilega ljótur og leiðinlegur að horfa á. Ég vil gera svæðið flottara, minnka mengun og bæta aðkomu fyrir ökumenn sem eru að fara í miðbæinn. Til þess finnst mér skemmtileg hugmynd að setja annaðhvort mosa eða annan gróður, t.d. bergfléttu sem getur haldið sér uppi á lóðréttum fleti á vegginn. Þetta mundi þá lýta út eins og flotti veggurinn á ráðhúsinu. Það er mikilvægt að þetta væri snyrtilegt en ef þetta verður gert vel held ég að þetta gæti komið flott út.

Points

Klifurjurtir væru ídeal og drægju ekki úr notagildi veggsins (sem er NB ekki öryggi heldur hljóðvist, öfugt við það sem kemur fram í öðru kommenti)

Kafli Miklubrautar sem fer framhjá Klambratúni er mjög daufur, grár og innilokaður. Þess vegna finnst mér að steinveggurinn sem aðskilur þessi 2 svæði ætti að vera þakinn mosa eða öðrum gróða til að minnka mengun, bæti við lit í svæðið og gera aðkomuna í bæinn flottari fyrir ökumenn,

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem þetta verkefni er nú þegar á framkvæmdaáætlun. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Sjá einnig: https://en.wikipedia.org/wiki/Guerrilla_gardening

Best væri auðvitað að viðurkenna mistökin og fjarlægja þenna ljóta vegg sem samkvæmt upplýsingum virðist ekki einusinni auka öryggi vegfarenda. Það yrði þó sjónræn úrbót að mosaklæða hann.

https://www.apartmenttherapy.com/how-to-grow-you-119033

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information