Aukin bílastæði við Hæðargarð

Aukin bílastæði við Hæðargarð

Nú í dag má segja að Hæðargarður sé einbreið gata. Það er sagt, því í dag notast fólk við aðra akrein götunnar sem bílastæði. Nú sérstaklega yfir vetrartíman skapast iðulega vandræði er bílar mætast í götunni sökum plássleysis. Akbrautin minnkar í kjölfarið. Það að fólk leggji bílum sínum þarna skapar einnig slysahættu á fólki. Á þeim tveimur árum sem ég hef búið í hverfinu hef ég þrisvar sinnum lent í því að barn hleypur blint yfir veginn, frá bíl í hús eða öfugt. Í öllum tilvikum hef ég þurft að snarhemla. Einu sinni hef hér orðið vitni af því að bílar rekast saman. Örsökin er bara ein. Önnur akreinin er notuð sem bílastæði. Mín hugmynd er sú að taka ætti af grasbalanum milli götu og hitaveitustokks og mynda þar bílastæði fyrir íbúa. Það skapar bæði íbúum hverfisins og öðrum vegfarendum betri þægindi, en fyrst og fremst öryggi.

Points

Með aðgerðinni felst aukið öryggi íbúa sem og að tvíbreiður vegur sé ekki notaður árið um kring sem einbreiður

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018. Gerð bílastæða er skipulagsmál, skipulagsferli þess er of langt fyrir tímaramma verkefnisins. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Alls ekki - það þyrfti frekar að þrengja götuna til að hægja á umferð. Ef grasbalinn yrði tekin þá væri verið að breikka götuna sem mundi auka hraðan. Það er slysahætta. Við viljum alls ekki breikka götuna. Það eru fullt af krökkum sem fara yfir þessa götu á hverjum morgni á leið í skólan og það hvað bílar keyra hratt í götunni er stór hættulegt. Frekar þyrfti að þrengja götuna eða loka henni alveg í miðjunni.

Umferð um Hæðargarð er nú þegar allt of hröð og það væri algerlega galið að búa til aukaakrein til þess eins að auka umferðarhraðann. Ástandið sem skapast stundum á veturnar í miklum snjó er til þess fallið að hægja á umferðinni sem er í raun bara hið besta mál. Þessi gata ætti með réttu að vera 15 km/klst gata sökum mikillar umferðar skólabarna.

Ástæðan fyrir því að alls ekki má auka hraðann í götunni er einmitt það sem Kristján nefnir að börn ganga yfir götuna frá hús í bíl eða öfugt. Hæðargarðurinn er íbúðargata og við þessu er að búast. Því þarf að gæta þess að umferðarhraði sé lágur í götunni, ekki hækka hann, því þá er ekki víst að það dugi að snarhemla þegar barnið hleypur yfir.

Ég er sammála því að bílar keyra of hratt í götunni, en það eru leiðir til að sporna við því sem væri hægt að ráðast í samhliða aukningu bílastæða. Lækkun hágmarkshraða, fleiri þrengingar með viðbættum gangbrautum. Lokun í annan endann ef því er að skipta. Það er hinsvegar önnur umræða sem kjörið væri að bæta við sem tillögu á þessarri síðu. Það er enginn sómi fyrir borgina að hafa götur þar sem akbrautir eru nýttar sem bílastæði.

Mér sýnist fólk aðeins vera að misskilja tillögu mína. Ég er ekki að tala um að breikka veginn, hann er nú þegar tvíbreiður. Það sem ég er að benda hér á, er að í götuna vantar bílastæði og að nú leggi íbúar bílum sínum á miðri akbraut. Eðlilega skapast meiri hætta fyrir gangandi vegfarendur ef bíll er yfirgefinn á miðri akrein heldur en á bílastæði. Í þessarri götu eða öðrum. Það segir sig sjálft.

Þessu er ég mjög sammála, ég keyri þessa götu mikið og finnst alveg fatalt að sjá bíla leggja þarna og missa aðra akreinina. Þetta myndi einnig bæta öryggi þar sem auðveldara væri að sjá veginn og hvað er fyrir hornið á götunni. Það er einnig ólöglegt að leggja minna en 5 metrum frá horni á gatnamótum sem er oft gert sem gerir erfitt að beygja og mæta bíl við gatnamótin, það er bara tímaspursmál hvenær það verður alvarlegt slys vegna þrengla sem bílarnir mynda..(engin að tala um að auka hraðann)

Það ætti frekar að loka Hæðargarðinum í annan endan og alls ekki breikka hann. Það er bara tímaspursmál hvenær þarna verður alvarlegt slys á gangandi vegfarendum.

Það er nú þegar allt of mikið um að ökumenn aki í gegnum Hæðargarð á miklum hraða og skapar það mikla hættu fyrir gangandi vegfarendur, þ.m.t. fjölda barna og eldri borgara. Að breikka Hæðargarð myndi auka umferð um götuna og umferðarhraða sem hvorttveggja stríðir gegn öryggi íbúa í hverfinu. Að auki myndi breikkun sneiða af grasflötinni norðan við Hæðargarð og þrengja að göngustígnum á hitaveitustokknum, sem er hluti af útivistaræðakerfi borgarinnar. Nær væri að opna Hólmgarð til austurs

Hæðargarður er íbúagata full af börnum. Allt of margir bílstjórar keyra of hratt í Hæðargarði. Sammála hér undan sögðu að eðlilegast væri að loka Hæðargarðinum í annan endann, svo mætti kannski fara að ræða aukna bílastæðagerð. Á meðan svo margir keyra hér allt of hratt eins og raunin er eigum við fyrst og fremst að vera að hugsa um hvernig má bregðast við því og draga úr hraðanum en ekki hvernig megi greikka för bíla.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information