Göngustígur í Geitland

Göngustígur í Geitland

Bráðnauðsynlegt er að bæta aðgengi inn Geitlandið, og búa til göngustíg fyrir framan bílastæði fremst í götunni. Þetta er rosaleg slysagildra, þar sem fólk og börn þurfa að labba/hjóla/labba með barnavagna á götunni og fyrir aftan bílana í stæðunum. Bílar koma oft á töluverðum hraða inn götuna úr beygjunni og stefna þá beint á gangandi/hjólandi vegfarendur bæði fullorðna og börn. “Göngustígur” er staðsettur beint fyrir framan fyrstu raðhúsalengjuna en ómögulegt er að ganga þarna um og eru tré og gangstétt illa hirt. Ég fæ hreinlega hroll þegar ég sé börn labba/hjóla þarna inn/út götuna til þess að komast svo upp á grasblettinn og þaðan útá gangbrautina. Stórhætta er á því að bílar sem lagðir eru í þessi stæði (mjög mikið af jeppum og stærri bílum þarna) bakki þar út án þess að sjá börn fara þar fyrir aftan. Einnig ef bíll kemur á miklum hraða inn götuna. Ég vil sjá þetta bætt hvort sem það sé sett gangstétt fyrir framan bílana (s.s. Milli runna og bílastæða) eða runnar teknir/minnkaðir og gangstétt komi i staðinn. Það verður að mínu mati að laga þessa slysagildru strax og vona að það séu fleiri í götunni sammála og við hrindum þessu í framkvæmd sem fyrst.

Points

Bráðnauðsynlegt er að bæta aðgengi inn Geitlandið, og búa til göngustíg fyrir framan bílastæði fremst í götunni. Þetta er rosaleg slysagildra, þar sem fólk og börn þurfa að labba/hjóla/labba með barnavagna á götunni og fyrir aftan bílana í stæðunum. Bílar koma oft á töluverðum hraða inn götuna úr beygjunni og stefna þá beint á gangandi/hjólandi vegfarendur bæði fullorðna og börn. “Göngustígur” er staðsettur beint fyrir framan fyrstu raðhúsalengjuna en ómögulegt er að ganga þarna um og eru tré og

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2018. Svæðið sem um ræðir er ekki á lóð Reykjavíkurborgar heldur er um húsfélagsmál að ræða. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17. - 30. október nk. Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Mikið er ég sammála. Þarna verður að koma göngustígur. Það er gangbraut þarna en svo enginn göngustígur sem tekur við.

Þetta er slysagildra sem þarf að laga sem allra fyrst!

Svo sammála, kemst ekki með barnavagninn þar í gegn að húsinu mínu í Geitlandi 5. Þarf að horfa upp á börnin ganga beint fyrir aftan bílana á bílastæðinu. Þetta er ekki boðlegt.

Ég vona svo innilega að ekki verði slys þarna í götunni áður en eitthvað verður gert!

Mjög hættulegur staður.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information