Endurbætur á skólalóð Háteigsskóla

Endurbætur á skólalóð Háteigsskóla

Endurbætur á skólalóð Háteigsskóla. Skólalóðin þarfnast nauðsynlega úrbóta og fjölbreyttara leiksvæðis.

Points

Lagnir losa ekki vatn frá skólalóð með nokkru móti. Lóðin er drullusvað á haustin og vorin. Eitt stórt skautasvell á veturna. Mætti einnig skoða að leggja hitaslaufur víðar um lóðina.

Í raun skandall að það þurfi að kjósa um þetta á þessum vettvangi, það á að vera löngu búið að þessu. Svað v. skautasvell og drulluhóll þurfa að víkja fyrir almennilegri útiaðstöðu, tala nú ekki um þegar minnka á þá aðstöðu með því að setja niður færanlegar skólastofur.

Bæta þarf ofanvatnslagnir svo ekki skiptist á drullusvað eða lífshættulegt svell á lóðinni. Setja ný og skemmtileg leiktæki

Sérstaklega göngustígurinn við frístundaheimilið. Hellurnar eru mölbrotnar og gæti fólk hæglega dottið um þær.

Lóðin er til skammar. Stór hluti tekinn fyrir fótboltavöll sem strákarnir nota aðallega. Annað er malbik, drullusvað á floti eða svell. Leiktæki léleg og úr sér gengin.

Endurbætur á skólalóð Háteigsskóla. Skólalóðin þarfnast nauðsynlega úrbóta og fjölbreyttara leiksvæðis.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem verkefnið sem um ræðir í hugmyndinni er í öðru ferli innan borgarkerfisins og því ekki hægt að kjósa um það að svo stöddu. Hugmyndinni verður vísað sem ábendingu inn í það ferli. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Skólalóðin er frekar dapurleg eins og er.

Löngu kominn tími til. Hrikalegt ástand á lóðinni.

Löngu tímabært og búið að tala um nauðsyn þess í mörg mörg ár!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information