Sparkvöllur við Skeljagranda

Sparkvöllur við Skeljagranda

Við endann á Skeljagranda er að finna sparkvöll sem er farinn að láta virkilega á sjá. Það væri mjög gaman ef hann fengi andlitslyftingu enda er ekkert gras er nánast eftir á vellinum og í raun og veru ekki nema drullusvað.

Points

😀

Völlurinn er hættulegur eins og hann er. Þessi völlur myndi henta frábærlega fyrir börnin í hverfinu.

Völlurinn er í mikilli niđurníđslu, eins og er nýtist hann ekki krökkum í hverfinu.

Það er öllu hverfinu til hagsbóta að fá sparkvöll við Skeljagranda. Völlurinn sem þar er fyrir er illa farinn og bókstaflega hættulegur vegna skemmda í undirlagi og mikillar snarrótar sem þar vex. Krakkarnir forðast það að fara á völlinn vegna stands hans.

Það er hverfinu í hag ef að hægt er að bjóða upp á sem besta aðstöðu fyrir fólk að stunda íþróttir.

Virkilega mikil þörf á að fá endurbætur á vellinum og umhverfinu. Ekkert þarfara en að hugsa um umhverfið fyrir börnin og þá sérstaklega til íþróttaiðkunar.

Þessi völlur myndi nýtast frábærlega fyrir börnin í hverfinu. Í dag nýtist hann nánast ekki neitt enda í mikilli niðurníðslu.

Hugmynd þessi var metin tæk af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fór í framhaldi fyrir hverfisráð. Lokaniðurstaðan er sú að þessi hugmynd er ein af þeim 25 sem kosið verður um í haust 2018 í þínu hverfi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Völlurinn er einfaldlega hættulegur eins og hann er núna. Örugglega ekki mikið mál að lagfæra með réttum tækjum og tólum á smá peningum. Börn og fullorðnir munu pottþétt nota nýjan og betri völl.

Hjartanlega sammála , það vantar fleiri litla velli í hverfinu sem börnin geta leikið sér á

ja mætti laga róló við skeljagranda löngu komin timi a þad, eg fer stundum med börnin min þarna :)

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information