Að strætó keyri inná ,,gamaveginn,, við Skógarsel

Að strætó keyri inná ,,gamaveginn,, við Skógarsel

Það væri frábært ef strætó sem stoppar rétt fyrir ofan ÍR heimilið gæti ekið smá afsíðis t.d. Inn þarf sem gámarnir eru (fatagámur, ruslagámum og pappagámur) þá myndi hann ekki stoppa alla umferð fyrir aftan sig sem getur verið erfitt á veturna því þarna getur verið mikil hálka og erfitt að taka aftur af stað og skapar þá enn meiri vanda fyrir bilana. Auðveld framkvæmd af því skilyrði eru öll til staðar.

Points

Strætó stoppar að sjálfsögðu umferðina þarna á þessum þrönga kafla sem er allt í lagi að öllu jöfnu en á velturnar, ef það er t.d. Hálka eða mikill snjór getur verið erfitt fyrir bíla að taka af stað aftur og þá skapast stífla þarna sem væri kannski auðveldara að losa um er strætó æki inná ,,gámaveginn,, þar sem gámarnir standa fyrir ofan ÍR húsið, vegurinn þar er til staðar svo það ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu og kosnaður í lágmarki.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2018. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Ég styð þessa hugmynd, þetta er einstaklega hvimleitt á annatíma og hálku. En ég vill sjá þetta tekið alla leið og gerð útskot við allar stoppistöðar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information