Útiæfingaráhöld og vatnsbrunn fyrir alla aldurshópa

Útiæfingaráhöld og vatnsbrunn fyrir alla aldurshópa

Nýta svæðið sem er autt, á móti Víkingsheimilinu, fyrir útiæfingaráhöld og vatnsbrunn. Setja upp einföld áhöld sem henta fyrir alla aldurshópa, börn, fullorðna og eldri borgara. Einnig að setja upp vatnsbrunn.

Points

Einföld áhöld á áberandi stað sem hvetur almenning til hreyfingar og krakka til að leika sér. Afar og ömmur geta staldrað við með barnabörnin og allir hreyft sig! Á þessu svæðið eru börn, unglingar og fullorðnir á hverjum degi á leið framhjá. Mikil þægindi og þörf á góðu aðgengi að vatni á svona stöðum. Mikil umferð er af hlaupandi- og hjólandi umferð þar sem þetta er miðjan á gríðarvinsælu hlaupa og hjólasvæði, hvernig sem viðrar, ekki síst á veturna. Þarna koma framhjá hlaupa og hjólahópar🏃🚴⚽🚶😁👪👴👵

Fossvogur er hlaupaleið flestra hlaupahópa á höfuðborgarsvæðinu, Víkin er áningastaður eða í leið margra. Útiæfingatæki fyrir styrk og teygjur væri frábær viðbót, til að styrkja Víkina sem miðstöð íþróttastarfs og útivistar. Þessa aðstöðu hefur vantað sárlega fyrir hlaupahóp Víkings, sem er við æfingar úti allt árið. Aðstaðan væri líka frábær viðbót fyrir hjólahópa, almennt hjóla- og göngufólk, íbúa og gesti á öllum aldri í Fossvogsdal.

Það er mikið af fólk á ferðinni þarna. Bæði þeir sem æfa með Víkingi og aðrir sem eru á leiðinni framhjá. Það vantar tilfinnanlega aðstaða fyrir fólk.

Frábær hugmynd sem er verðug úrlausnar á þessu fjölfarna útivistarsvæði. Tilvalin til að styðja frekar við stefnu um lýðheilsu. Staðsetning hentar auk þess vel til staðsetningar á viðgerðarstandi fyrir reiðhjól enda um fjölfarna leið í samgönguhjólreiðum.

Umferð hjólara og hlaupara þarna í gegn er alltaf að aukast, svo það er virkileg þörf á svona aðstöðu. Ekki væri verra ef þarna væri líka viðgerðarstandur með pumpu og helstu verkfærum, eins og er svo viða um borgina.

Tek undir hvert orð sem skrifað hefur verið um ágæti þessarar hugmyndar😘 Ef þessi hugmynd kemst ekki í gegn með þetta svæði,þá er ég með aðra ,,góða," að auglýsa þetta sem TJALDSTÆÐI! Þær voru ófáar næturnar sem við krakkarnir, sem ólumst upp í Traðarlandi, Sævarlandi og Seljalandi á áttunda og níunda áratugnum, gistum á þessum grasbala. Við kölluðum þetta að fara að tjalda ,,á endanum á landinu" svo langt í burtu hljómaði sú lýsing að maður var 100% viss um að losna við heimsókn yngri systkina

Get varla toppað þessi frábæru rök sem komin eru hér að neðan, þetta er bara frábær hugmynd og hægt að nýta mjög vel fyrir alla aldurshópa.

Fossvogsdalurinn er gríðarlega vinsæl leið hjá hlaupurum og hjólurum. Fyrir framan Víkina er auður grasblettur. Brunnur og aðstaða þar til að teygja og hvíla sig myndi gera mjög mikið fyrir rosalega marga!

Hugmynd þessi var metin tæk af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fór í framhaldi fyrir hverfisráð. Lokaniðurstaðan er sú að þessi hugmynd er ein af þeim 25 sem kosið verður um í haust 2018 í þínu hverfi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Góð hugmynd að hafa æfingasvæði sem brúar kynslóðabil og allir fá eitthvað við sitt hæfi.

Dear Tonie , From our urban planning office urbanista in Hamburg (Germany) we are doing a research project „making cities on digital platforms“, analyzing participatory budgets and crowdfunding websites. One case-study is the platform Better Reykjavik. We already had interviews with the Citizens Foundation and the City of Reykjavik. Would it be possible to talk to you about your idea? My e-mail is [email protected] Kind regards Sven Kohlschmidt https://www.urbanista.de

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information