Skrúðgarð í Bryggjubrekku

Skrúðgarð í Bryggjubrekku

Skipuleggjum skrúðgarð í Bryggjubrekku. Fordæmin eru skemmtigarðurinn Hellisgerði í Hafnarfirði og Lystigarðurinn á Akureyri. Mikill villtur gróður er í brekkunni, t.d. grös og lúpína. Hundruðum trjáa hefur verið plantað þarna í gegnum árin. Það myndi fegra ásýnd hverfisins að skipuleggja þetta svæði með bekkjum, sem veita útsýni yfir hverfið og voginn, og með því að leggja aflíðandi stíga um brekkuna, sem draga úr hallanum, gera svæðið aðgengilegra og bæta aðgengi að þjónustu upp á höfða. Einnig má útbúa tjörn þarna og skreyta hana með gosbrunni!

Points

mikill gróður veitir skjól og er fallegt

Enn vantar gangstíga sem tengja Bryggju- og Höfðahverfin. Um leið og Bryggjubrekka er skipulögð þarf að bæta úr þessu til að fólk geti ferðast gangandi og hjólandi af öryggi á milli hverfanna (sjá myndir).

Gera hverfið okkar enn fallegra.

Bryggjubrekka, næst Svarthöfða, eru gamlir öskuhaugar. Ekki má hrófla við þeim. Því er enn meiri ástæða til að fegra og breyta brekkunni með trjám, stígum og bekkjum.

Hverfið verður enn vistlegra

Fallegra og betra

Bryggjuhverfi á skilið smá skipulagsást frá borginni. Þetta væri flott viðbót við hverfið.

Undanfarin ár hefur þessi tillaga fengið yfir 100 atkvæði en ekki fengið fjárframlög þótt Íbúasamtök Bryggjuhverfisins hafi samþykkt að styðja hana. Það er vegna þess að íbúar Bryggjuhverfis eru lítill hluti af íbúum Grafarvogs og vinsælustu þrjár hugmyndirnar hjá íbúum hverfisins hafa sogað til sín allan peninginn. Því væri stuðningur sem flestra íbúa í Grafarvogi vel þeginn í von um að hugmyndin fái loks hluta af fjárframlögum til hverfisins í heild.

Gerum hverfið fallegra

Hugmynd þessi var metin tæk af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fór í framhaldi fyrir hverfisráð. Lokaniðurstaðan er sú að þessi hugmynd er ein af þeim 25 sem kosið verður um í haust 2018 í þínu hverfi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Gerum hverfið okkar fallegra.

Vantar skjólbelti hér og fegrun hverfisins.

Vantar skjólbelti, bæði fyrir veðri, vindum og umferðarnið. Gerir umhverfið fallegra.

Gerum hverfið okkar fallegra.

Gera umhverfið aðlaðandi til útivistar og gleði fyrir augað

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information