Laga gangstéttar meðfram Háaleitisbraut 14 til 60

Laga gangstéttar meðfram Háaleitisbraut 14 til 60

Gangstéttar eru orðnar mikið sprungnar og skemmdar. Gangstéttar eru hættulegar gangandi sem og hjólandi vegfarendum. Gangandi vegfarendur geta hnotið um misfellur og dekk reiðjóla skorðast ofaní sprungurnar sem getur haft alvarlegar afleiðingar. Fyrir utan hversu ljótt þetta er að sjá.

Points

Gangstéttar eru hættulegar gangandi sem og hjólandi vegfarendum. Gangandi vegfarendur geta hnotið um misfellur og dekk reiðjóla skorðast ofaní sprungurnar sem getur haft alvarlegar afleiðingar. Fyrir utan hversu ljótt þetta er að sjá.

Mjög þarft að laga þetta sérstaklega núna þegar búið er að taka margar blokkanna þarna í gegn og þessar illa förnu gangstéttar eru orðnar enn meira lýti á götunni.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem verkefnið sem um ræðir í hugmyndinni er í öðru ferli innan borgarkerfisins og því ekki hægt að kjósa um það að svo stöddu. Hugmyndinni verður vísað sem ábendingu inn í það ferli. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Hræðilega illa farnar gangstéttirnar þarna og hafa verið í mörg ár, mjög tímabært að laga þær.

Það er sannarlega hætta af þessu sprungna yfirborði og lítill eða enginn sómi af ástandinu.

Algjörlega sammála. Löngu kominn tími á að laga þetta Hef nokkru sinnum verið smeik á hjólinu mínu á þessum gangstéttum þar sem þær eru mjög illa farnar.

Löngu kominn tími til

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information