Kettir á kreiki

Kettir á kreiki

Sem íbúi í Norðurmýri við Snorrabraut, kattareigandi og aðdáandi katta almennt veit ég hve hættuleg gatan (og fleiri götur) er köttunum okkar. Norðurmýrin og í raun allur miðbær Reykjavíkur er undirlagður af köttum, þeir spássera um alla borgina og þeir hætta sér líka yfir stórar og hættulegar götur. Ég myndi vilja setja upp umferðaskilti við þessar stærri götur, Snorrabraut og Miklubraut en þetta mætti svo sem eiga heima í öllum hverfum Reykjavíkur. Við skólana eru skilti sem minna ökumenn á að þar séu börn á ferð og úti á landi eru skilti sem minna ökumenn á að fé gæti verið á ferð. Ég myndi vilja að skilti sem minni ökumenn á að kettir séu á ferð gætu vakið ökumenn til vitundar sem þar með myndi leiða til þess að einhverjir, vonandi allir dragi úr hraðanum eða passi sig á köttunum. Að auki held ég að uppátækið gæti bara vakið hrifningu ferðamanna sem nú þegar eru mjög hrifnir af köttum Reykjavíkurborgar.

Points

Þetta gæti bæði bjargað kattarlífum en einnig tel ég þetta í hag ökumanna líka. Kettir geta verið ansi snarir í snúningum og skotist fljótt yfir götu en ökumaður sem er meðvitaður um það að hann sé að aka í kattarhverfi gæti verið sneggri til að bregðast við ef svo bæti undir.

Ég er íbúi í Norðurmýri, hvorki kattareigandi né sérstakur aðdáandi katta svona almennt - en á meðan þeir láta mig í friði læt ég þá í friði og amast ekki við heimsóknum þeirra hvokrki á pall minn né garð! Kettirnir eru út um allt hérna í Norðurmyrinni og við sem búum hérna vitum það og pössum okkur. Það er meira hinir bílstjórarnir sem ekki vita og því er þetta skilti frábær hugmynd sem ég styð 100%

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin var metin tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2018. Einungis er hægt að stilla 25 tækum hugmyndum upp til kosninga á hverju ári. Hverfisráð fór yfir tækar hugmyndir og þessi hugmynd rataði því miður ekki í uppstillingu þetta árið. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Góð hugmynd. Gæti komið í veg fyrir svona margir kettir lentu fyrir bíl

Hvað með að banna lausagöngu katta eins og er með hunda?

Þetta mætti gera út um allt hverfið!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information