Bekkir og ruslatunnur í neðra Breiðholt

Bekkir og ruslatunnur í neðra Breiðholt

Setja upp bekki og ruslatunnur með reglulegu millibili. Jafnvel með hærri blómapottum úr við til að mynda smá skjól í kringum bekkina. Grænar ruslatunnur settar upp með reglulega millibili á ljósastaura á svæðinu á gönguleiðir.

Points

Eldra fólk er mikið að ganga um svæðið og hefur ekki nema eitt svæði til að setjast niður í miðjunni. Það er oft að setjast á girðingar við gönguleiðir því það er orðið þreytt. Sama gildir með litla krakka í fylgd með fullorðnum og fólk með barnavagna. Fáar eða engar ruslatunnur eru nema í görðum blokkanna. Þar sem búðir eru eru oft mikið af rusli og það er að gerast í breiðholtinu. Þetta rusl safnast svo í garðana, runnana og við heimili.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin var metin tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2018. Einungis er hægt að stilla 25 tækum hugmyndum upp til kosninga á hverju ári. Hverfisráð fór yfir tækar hugmyndir og þessi hugmynd rataði því miður ekki í uppstillingu þetta árið. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Þegar labbað er frá Eyjabakka að bakaríinu og matvörubúðinni Iceland lendur maður í drullusvaði þegar maður er búin að labba á mill blokkana í Eyjabakka 18 til 32 og Dvergabakka blokkarinnar það væri frábært að göngustígar á þessu svæði væri bætt og lagað þar sem myndast pollur og drullusvað þegar rignir.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information