Hjólabraut á leiksvæðum og skólalóðum

Hjólabraut á leiksvæðum og skólalóðum

Fjölnota hjólabrautir eru frábær og ein vinsælustu leiktækin og henta fyrir marga hópa. T.d hjólabretti, hlaupahjól, BMX, venjuleg reiðhjól, sparkhjól, línuskauta. Eru ekki sleipar í rigningu og auðvelt að færa til líka. Video af brautinni á skólalóð í Garðabæ. https://www.facebook.com/alexander.karason/videos/10155043519395822/

Points

Frábær braut. Tilvalin í Fossvogsdalinn!

Krakkar á öllum aldri þurfa sína útrás og fá leiktæki bjóða uppá eins mikla breydd af afþreyingum. Þessi braut býður uppá gríðarlega mikla útrás fyrir mikinn og breiðan hóp, einnig fyrir notendur frá 2 ára aldri og alveg uppúr, oft eru þetta hópar sem ekki hafa fengið aðstöðu eða skilning fyrir þeirri þörf. Hefur virkað vel í Mosfellsbæ, Garðabæ, Mývatn, Húsavík og er oftast á skólalóðum eða við íþróttamannvirki.

Hugmynd þessi var metin tæk af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fór í framhaldi fyrir hverfisráð. Lokaniðurstaðan er sú að þessi hugmynd er ein af þeim 25 sem kosið verður um í haust 2018 í þínu hverfi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Mjög góð hugmynd! Væri flott að fá svona hjá Breiðagerðisskóla

Þetta er frábær hugmynd! Vantar hreyfingu fyrir alla sem ekki spila fótbolta. Þar sem ég hef séð þetta er jafnan mikið af krökkum, bæði stelpum og strákum. Góð þjálfun í jafnvægi. Myndi klárlega henta vel fyrir marga í hverfinu. Er þetta ekki málið fyrir skólalóðirnar í hverfinu? Frábært t.d. fyrir ofvirk börn að fara út og rúlla nokkrar hringi ef þau verða óróleg í tíma.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information