Hjólabrautir á skólalóðir og leiksvæði

Hjólabrautir á skólalóðir og leiksvæði

Fjölnota hjólabrautir eru frábær og ein vinsælustu leiktækin og henta fyrir marga hópa. T.d hjólabretti, hlaupahjól, BMX, venjuleg reiðhjól, sparkhjól, línuskauta. Eru ekki sleipar í rigningu og auðvelt að færa til líka. Video af brautinni á skólalóð í Garðabæ. https://www.facebook.com/alexander.karason/videos/10155043519395822/

Points

Krakkar á öllum aldri þurfa sína útrás og fá leiktæki bjóða uppá eins mikla breydd af afþreyingum. Þessi braut býður uppá gríðarlega mikla útrás fyrir mikinn og breiðan hóp, einnig fyrir notendur frá 2 ára aldri og alveg uppúr, oft eru þetta hópar sem ekki hafa fengið aðstöðu eða skilning fyrir þeirri þörf. Hefur virkað vel í Mosfellsbæ, Garðabæ, Mývatn, Húsavík og er oftast á skólalóðum eða við íþróttamannvirki.

Algerlega óboðlegt að þessi framkvæmd sé færð frá skólalóð i fjöruna við Sörlaskjól. Þar er um að ræða einstakt útivistarsvæði sem íbúar hafa þurft að berjast fyrir áratugum saman að halda ósnortnu. Þessi flutningur er framkvæmdur an nokkurs samráðs eða kynningar. Um er að ræða náttúruperlu sem á fáa sína líka í Reykjavík. Að auki er mikill veðurofsi á þessu svæði stóran hluta ársins sem mun takmarka notagildi og eyðileggja þetta mannvirki.

Við, sem búum við Sörla- og Faxaskjól, erum ekki þau einu sem njóta þessa græna reits í miðri Reykjavíkurborg. Fjölmargir borgarbúar njóta einmitt þessarar einstöku kyrrðar sem þarna má finna, jafnvel þegar vindar blása. Í þessari götu ríkir náttúrufegurð, hvíld og þögn sem er vandfundin í Reykjavík. Fólk skokkar þarna, fer í göngutúr með hundana sína, fer á trúnó, hugleiðir, ljósmyndarar taka myndir af sólarlaginu, og ég hef jafnvel séð fólk trúlofa sig á klettunum í flæðarmálinu. Hjólabret

Hvernig rataði þetta rugl í fallegu fjörunni við Sörlaskjól en ekki á leikvellinum þar sem þetta átti að vera? Algjör vanvirðing við íbúa Skjólanna að gefa þeim ekki færi á að samþykkja eða hafna þessu risastóra skrípi sem skemmir útsýni og óspjallaðri nàttúru á svæðinu. Algjört óþarfa rugl. Burt með þetta!

Hvernig í ósköpunum breyttist "Hjólabrautir á skólalóðir og leiksvæði" í að setja risa hjólabraut á friðaælt og rólegt grænt svæði í Sörlaskjóli, sem hefur enga eðlilega tengingu við hjólasvæði eða leikvelli? Lítill sparkvöllur flokkast ekki sem leiksvæði. Það er óásættanlegt að færa þessa byggingu yfir á sjávarsíðu Sörlaskjóls án þess að opna fyrir nýja kosningu eða kynna fyrir nágrenninu. Þetta er algjör misbeiting á "hverfinu mínu" og ég vona að þið hættið við þetta sem fyrst!

Hugmynd þessi var metin tæk af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fór í framhaldi fyrir hverfisráð. Lokaniðurstaðan er sú að þessi hugmynd er ein af þeim 25 sem kosið verður um í haust 2018 í þínu hverfi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information