Gangstétt/hjólastígur og hraðahindranir með gangbrautum meðfram Klambratúni Flókagötumegin - þar hefur ekki verið gangstétt hingað til svo nægt pláss er fyrir hendi og setja í leiðinni hraðahindranir á Flókagötu við Klambratún og stuðla þannig að greiðara aðgengi að garðinum fyrir gangandi vegfarendur og hægari bílaumferð og jafnframt að lækka leyfilegan hámarkshraða í götunni.
Sem íbúi við Flókagötu tek ég eftir því að aðgengið að garðinum (túninu) gæti verið betra - það er erfitt fyrir eldra fólk að komast inní garðinn þar sem ekki er gangstétt nema öðru megin götunnir og of fáar gangbrautir. Með því að setja upp hraðahindranir sem jafnframt nýtast sem gagnbrautir batnar aðgengið að garðinum. Eins er æskilegt að ná hraða umferðarinnar niður við Flókagötu þar sem mikið er af börnum sem eiga leið um og yfir túnið á leið í skóla og frístundir.
Hugmynd þessi var metin tæk af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fór í framhaldi fyrir hverfisráð. Lokaniðurstaðan er sú að þessi hugmynd er ein af þeim 25 sem kosið verður um í haust 2018 í þínu hverfi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
Við Reykjahlíð vantar merkingar á gangbraut. Þar er ekkert núna og ökumenn nema ekki staðar fyrir gangandi vegfarendum enda ekkert sem gefur þeim til kynna að þarna sé gangbraut. https://prnt.sc/iouk0k
Það er hreinlega ekki gert ráð fyrir því að fólk komi gangandi að Kjarvalsstöðum. Á horninu við Rauðarárstíg er mjög oft moldarsvað og fólk þarf iðulega að ganga á götunni. Í þessu svaði er líka gönguleið að grenndargámum fyrir þá sem koma að vestan. Þessari gangstétt var lofað á íbúafundi á Kjarvalsstöðum í kringum aldamótin en biðin er orðin ansi löng.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation