Gúmmímotta á ramp í Nauthólsvík

Gúmmímotta á ramp í Nauthólsvík

Gúmmímotta eða önnur lausn yfir járnið. Virkilega óþægilegt að ganga berfættur þarna þegar maður bregður sér í sjósund.

Points

Væri ofsalega notarlegt að fá gúmmímottu yfir járnið. Virkilega óþægilegt að ganga berfættur þarna þegar maður bregður sér í sjósund.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2018. Hugmyndinni hefur verið komið áfram sem ábendingu, eftir eðli hugmyndar, ekki er talin þörf á að setja slíkt verkefni í kosningu. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Það væri frábært að gera eitthvað í þessu enda getur verið virkilega sársaukafullt að labba upp eða niður þennan ramp. Best væri að gera aðgengið að ströndinni betra fyrir berfætta með langtíma lausn, svo sem nýjum rampi og/eða tröppum.

Þetta myndi auðvelda það talsvert að fara berfættur í sjósund

Virkilega flott lausn.

Algerlega nauðsynleg framkvæmd og eflaust ódýr miðað við hversu miklu hún breytir!!!!

Jàrnið er erfitt fyrir sára fætur og þeir eru enn viðkvæmari eftir sund í köldum sjónum. Ég notaði Crocs skó í upphafi og á núna neoprene sokka/skó, en gúmmímotta eykur og bætir aðgengi allra. Sjósund gerir okkur svo gott!

Það er mjög óþægilegt að ganga berfættur á þessum rampi eins og hann er og gúmmímotta væri góð lausn

Þetta væri töluvert mýkra undir fót.

Það er oft sárara að labba upp rampinn eftir gott sund og sumir taka þá á það ráð að klöngrast upp steinana. Þar er meiri slysahætta.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information