Blóm um allt

Blóm um allt

Skv. rannsóknum víða um heim hefur vandalismi minnkað til muna þar sem hverfi hafa verið skreytt og fegruð með blómum og listaverkum. Veggjakrot hefur minnkað og skemmdarvörgum fækkað. Mitt nánasta umhverfi (í kring um Skólaörðustíg 6b sem er bakhús) er undirlegt af veggjakroturum og háværum einstaklingum/hópum sem eyðileggja eignir, skilja eftir drasl og brotin glös plús veggjakrot. Flestar helgar þarf einnig að þrífa upp mikið magn af sprautunálum hér á þessu svæði. Hugmynd okkar sem snúum að bakhlið Bónuss við Hallveigarstíg er að alllstaðar verði sett blómaker og listaverk - á gangstéttirnar, við bílastæðin og bílastæðahúsin sem blasa við okkur, allt í kring um húsin og á stígana milli húsanna. Umhverfið verði fyllt af fallegum jurtum í viðeigandi kerjum og listmunum og stöðugt eftirlit lögreglu verði komið á í einhverja mánuði meðan verið er að hreinsa ósómann í burtu, um leið og veggjakrot verði hreinsað jafnóðum og þær skemmdir sjást á veggjum. Á tiltölulega skömmum tíma mun allt þetta svæði gjörbreytast, bæði vegna eftirlits og einnig fer almenningur að bera meiri virðingu fyrir umhverfi sem búið er að gera fallegt með einföldum aðgerðum. Listnemar í Listaháskólanum gætu t.d. fengið þetta tilraunaverkefni að búa til allskonar hverfis-listaverk og mætti í tengslum við það útbúa kynningarbækling með upplýsingum um skreytingarnar, listaverkin og listamennina.

Points

Rökin hafa þegar komið fram hér á undan. Hér blasir við sóðaskapur og mikið ónæði er af fólki sem bæði er drukkið með háreysti og krotar á veggi og girðingar. Bílastæðin hjálpa ekki til við að gera þetta svæði aðlaðandi og einfaldar blómaskreytingar (eða tré í pottum) og listaverk myndu gjörbreyta umhverfinu svo og umgengni almennings (eins og hefur gerst allsstaðar úti heimi þar sem þetta hefur verið reynt).

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin var metin tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2018. Einungis er hægt að stilla 25 tækum hugmyndum upp til kosninga á hverju ári. Hverfisráð fór yfir tækar hugmyndir og þessi hugmynd rataði því miður ekki í uppstillingu þetta árið. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Engin rök mæla á móti þessari einföldu og ódýru framkvæmd

Fegrun umhverfis hefur áhrif á líðan bæði gesta og íbúa

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information